Úrval - 01.06.1942, Side 34
32
ÚRVAL,
smám saman öllum réttindum
um stjórn eigin mála.
Hugsið yður þá lögfræðilegu
fjarstæðu, að skilyrðið fyrir
því, að þjóð fái inngöngu í sam-
bandið sé, að hún komi á hjá
sér borgaralegu frelsi og rétt-
indum þegnanna. Það er ekki
hægt að „koma á“ borgaralegu
frelsi, það verður að þróast og
vaxa eins og tré. Ef þetta yrðu
ófrávíkjanleg skilyrði, mundu
skyndiaftökur þær án dóms og
laga, sem tíðkast hér í Banda-
ríkjunum og meðferð svertingja
í Suður-Afríku útiloka bæði
þessi ríki frá þátttöku. En ef
nægilegt er að játa allt með vör-
um, hvað á þá að gera við
Sovjetlýðveldin, sem hafa
stjórnarskrá, er tryggir hvers
konar mannréttindi, en afneita
krafti þeirra.
Allt þetta sýnir frámunalega
ruglingslegan og einfeldnislegan
hugsanagang. Sumir kunna þó
að styðja þessa hugmynd af
miður saklausum ástæðum.
Sumum kann að finnast það
handhægur máti að koma
Bandaríkjunum bakdyramegin í
stríðið. Öðrum mun kannske
finnast, að með því að bjóða
hinum landflótta stjórnum
Frakklands, Hollands og Belgíu
þáttöku í ríkjasambandinu, sé
fundin tilkippileg aðferð til að ná
undir sig nýlenduveldi þessara
þjóða, án þess að skilja eftir of
illan þef í nösum fólksins.
Það gæti líka orðið ofboð
sakleysisleg aðferð til að varpa
öllum stríðskostnaðinum á herð-
ar Bandaríkjanna og kostnað-
inum af uppbyggingunni eftir
stríðið. En ef við Bandaríkja-
menn eigum að bera kostnaðinn
af styrjöldinni, þá er betra að
við gerum það með opnum
augum, en ekki undir yfirskini
einhverrar hugsjónar, sem er
því algerlega óskyld.
Það þarf rökvísari og róttæk-
ari hugsanagang en þann, sem
ríkjasambandshugmyndin er
byggð á, til að stýra í gegnum
boða og blindsker þeirra tíma,
sem við nú lifum á — hugsana-
gang, sem byggður er á stað-
reyndum en ekki draumórum.“
Menn eru sífellt að klifa á því við mig, að það sé tími til
kominn, að brezka ljónið fari að sýna tennurnar. Og svar mitt
er alltaf: Ekki fyrr en það er búið að vera hjá tannlækninum.
Winston Churchill.