Úrval - 01.06.1942, Page 37
FYRSTA SKÓLAGANGAN
35
strákinn hneppa allan morgun-
inn. Ég held, að hún hafi látið
hann gera það af því að hann
er svo heimskur, heldurðu það
ekki?“
Ég sagðist ekki þekkja strák-
inn.
,,En hann hlýtur að vera
heimskur, fyrst hann gerir
þetta,“ sagði hún.
Hvað sem öllu leið, þá var
ekki hægt að ganga þegjandi
fram hjá svo alvarlegri óhlýðni
sem þessari. Við borðið hófum
við hjónin alvarlegar umræður
um hlýðni og samstarf. Við
byrjuðum vel, en þegar talið
barst að hnöppunum fór alvar-
an út um þúfur.
Robert gafst fyrst upp. ,,Ég
styð Bobs!“ sagði hann. „Fjand-
inn hirði þessa hnappa!“
Eftir langa og ítarlega leit
að hæfilegum skóla handa Bobs,
frétti ég loks um skóla, sem ein-
hver ungfrú Williams rak ekki
langt frá okkur. Við fórum að
skoða hann. Skólastofan var
einna líkust snotri dagstofu
með mörgum borðum.
„Börnin vinna alveg sjálfstætt
og hvert út af fyrir sig,“ sagði
ungfrú Williams. Hún snéri sér
að Bobs. „Hvað langar þig til
að gera, væna mín?“
Atburðurinn með hnappana
hlýtur að hafa verið henni enn
í fersku minni, því að hún sagði
alvarleg og án þess að hika,
„mig langar til að lesa.“
„Hvað segirðu, Bobs?“ hróp-
aði ég. „Þú sem þekkir ekki einu
sinni stafina!“
En hún hafði sitt fram, og á
örskömmum tíma var hún farin
að lesa sögur. Þegar ég sagði,
að það væri ómögulegt, að hún
skildi helminginn af orðunum,
sagði hún, að hún gizkaði bara
á það, og að sér þætti gaman
að sögunum. Eftir sex mánuði
las hún allt, sem hún náði í,
barnasögur, æfintýri og sígild
skáldverk. Ef ekkert slíkt hefði
verið til, mundi hún vafalaust
hafa lesið almanök og auglýs-
ingar með eins miklum áhuga.
Nokkrum mánuðum seinna
fékk ég skilaboð um að mæta
upp í skóla án þess að Bobs
vissi af því. Af fyrri reynslu
bjóst ég við hinu versta.
Ungur kvensálfræðingur tók
á móti mér, og leiddi mig út í
horn og tók mig á eintal. „Börn-
in voru að ganga undir gáfna-
próf hjá mér,“ sagði hún.
Ég reyndi að láta sem ekkert
væri, en ég fann, að ég beit sam-
an tönnunum.