Úrval - 01.06.1942, Qupperneq 42
40
ÚRVAL
Þeir hafa tafið hjálpina til Kína
og Bretlands svo mjög, að úr-
lausn, sem nú fyrir nokkrum
mánuðum hefði verið ómetan-
leg, er nú hvergi nærri fullnægj-
andi.
Kenningin um gildi varnar-
aðstöðunnar í hernaði, sem er
trúarjátning einangrunarsinn-
anna, er byggð á þeirri sömu
reginvillu, sem öllum hinum
frjálsu þjóðum Evrópu varð að
fótakefli, og leitt hefir bráða
hættu yfir brezku þjóðina. Það
er sú falskenning, að í hernaði
sé aðstaða þess, sem er í vörn
að öllum jafnaði miklum mun
sterkari en aðstaða þess, sem
er í sókn.
Það er auðskilið nú, hvernig
þessi trú á gildi varnaraðstöð-
unnar náði tökum á lýðræðis-
ríkjunum. Það sem Englending-
um, Frökkum og Ameríku-
mönnum var í ferskustu minni
frá styrjöldinni 1914—1918,
voru hinar mannskæðu sóknir á
vesturvígstöðvunum, þar sem
fótgönguliði var telft fram gegn
gaddavírsflækjum og vélbyssu-
skothríð og brytjað niður af
óvinunum. Það var endurminn-
ingin um þetta, sem kom Frökk-
um til að trúa því, að með bygg-
ingu Maginot-línunnar hefðu
þeir um aldur og æfi bægt frá
sér innrásarhættunni.
En þessi trú náði aldrei tök-
um á Þjóðverjum. Það sem þeim
var minnisstæðast úr styrjöld-
inni, var ekki hinn mannskæði
skotgrafahernaður fyrstu þrjú
árin, heldur síðustu mánuðirnir,
þegar vélahersveitum og flug-
her Bandamanna tókst að br jót-
ast í gegnum varnarlínu þeirra.
Löngu áður en Hitler kom fram
á sjónarsviðið, hafði þýzka her-
stjórnin gert sér grein fyrir
orsök ósigursins, og hinir miklu
yfirburðir Þjóðverja í þessari
styrjöld eru rökrétt afleiðing af
þeim niðurstöðum.
Því var það, að á meðan lýð-
ræðisþjóðirnar voru önnum
kafnar við að byggja Maginot-
línur, komu Þjóðverjar sér upp
vélahersveitum, á meðan lýð-
ræðisþjóðirnar byggðu orustu-
flugvélar í varnarskyni, byggðu
Þjóðverjar sprengjuflugvélar, á
meðan lýðræðisþjóðirnar töldu
sér trú um gildi varnaraðstöð-
unnar, bjuggu Þjóðverjar sig á
allan hátt undir hina miklu
sókn. Og það var ekki einungis
í hernaðarmálum, sem Þjóð-
verjar beittu sóknaraðferðinni.
Þeir beittu henni einnig í utan-
ríkisstefnu sinni í þeim tilgangi