Úrval - 01.06.1942, Side 46
44
ÚRVAL
hefir verið nýtt til fullnustu,
undir réttri stjórn, mun okkur
takast að bæta fyrir mistök
okkar og sigrast á hættunni.
En öryggi það, sem við átt-
um við að búa 1918, en höfum
nú glatað, getum við aldrei öðl-
ast aftur, þrátt fyrir ágæta her-
menn, afburða forystu, glæsi-
legan flota, flugvélar og skrið-
dreka, nema þjóðin og þingið
varpi fyrir borð þeim tálvonum,
sem gerðu sigurinn í heimsstyr j-
öldinni að engu og skópu okkur
þá erfiðleika, sem við verðum
nú að horfast í augu við.
♦ ♦♦
Bindindisprédikun.
Tveir menn ókunnir hvor öðrum tóku tal saman á bekk í
skemmtigarði. Annar þeirra var mikill forgöngumaður um
tóbaksbindindi. Hinn var að reykja myndarlegan vindil og virtist
njóta þess mjög.
„Reykið þér marga slíka vindla daglega?" spurði bindindis-
maðurinn.
„Upp og ofan svona tíu stykki."
„Hve mikið kostar hver þeirra?“
„20 cents."
„Jæja, það verða tveir dollarar á dag. Hafið þér reykt lengi?"
„1 þrjátíu ár.“
„Tveir dollarar á dag í 30 ár er geysimikið fé.“
„Jú, satt er það.“
„Sjáið þér skrifstofubygginguna þarna?“
„Já.“
„Ef þér hefðuð aldrei reykt, gætuð þér nú verið eigandi þess-
arar byggingar."
„Reykið þér?“
„Nei, það hefi ég aldrei gert.“
„Eigið þér þessa byggingu ?“
„Nei.“
„Ég veit það, þvi ég á hana.“
☆
Það er eins með listina og siðferðið — einhvers staðar verður
að draga línuna. — G. K. Chesterton.