Úrval - 01.06.1942, Side 47
Læknavxsindin g'efa nú barnlausum hjónum ný
fyrirheit um úrlausn á erfiðasta vandamáli þeirra.
Hvað er hœgt að gera fyrir barnlaus hjón?
Samþjöppuð grein úr Hygeia.
Eftir J. D. Ratcliff.
úsundir hjóna ■— ein af
hverjum átta — langar til
að eignast börn án þess að fá
ósk sína uppfyllta. Samkvæmt
erfðaskoðun læknavísindanna,
eru þau sögð vera ófrjó, og
fram á síðustu ár, var sú trú
ríkjandi, að lítið væri við slíku
hægt að gera, og í hjátrú sinni
leitaði fólk þetta oft á náðir
skottulækna og kuklara, og
lyfjasmiðjur græddu of fjár á
alls konar gagnslausum lyfj-
um. Allt fram til ársins 1920,
fengu aðeins ein hjón af hverj-
um tíu, sem til lækna leituðu,
bót á ófrjósemi sinni. Nú er svo
komið, að barnlaus hjón, sem
langar til þess að eignast erf-
ingja, geta litið bjartari augum
á framtíðina en áður.
Amerískir vísindamenn og
læknar hafa með störfum sín-
um upplýst margt varðandi
mannlega æxlun, og þeir hafa
fundið ýmsar orsakir til ófrjó-
semi og ráð gegn henni. Þegar
hafa verið settir á stofn spítal-
ar fyrir ófrjótt fólk, og hefir
helmingur þeirra, sem þangað
hafa leitað, fengið bót meina
sinna.
Mánaðarlega losnar eitt egg
hjá hverri heilbrigðri konu og
berst inn í eggjaleiðarana.
Frjóvgun á sér stað, ef sáð-
fruma nær að sameinast því, en
til þess þarf hún að komast af
eigin rammleik gegnum legið og
út í eggjaleiðarann. Hið frjóvg-
aða egg berst því næst niður í
legið, þar sem það nær frekari
þroska. Sérhver hindrun á að
þetta geti átt sér stað, veldur
ófrjósemi. Þegar hafa verið
fundnar þrjátíu mismunandi or-
sakir til slíks. Venja læknanna
var sú, að finna einhvern einn
vanskapnað og skella allri skuld-
inni á hann. Sú eina lækning,
er kom til mála, var skurðað-
gerð. Ef þetta hreif ekki, var
ekki meira aðgert. Afleiðingarn-
ar urðu barnlaus hjón og ef til
vill eyðilagt heimilislíf.
1 dag segja læknarnir fólki,