Úrval - 01.06.1942, Page 48
46
ÚRVAL
að ófrjósemi sé einungis mann-
legur sjúkdómur, sem það þurfi
ekki fremur að blygðast sín
fyrir, en t. d. botnlangabólgu
eða fótbrot, og slíkir sjúklingar
eru nú sendir á spítala, þar sem
alls konar sérfræðingar ljá lið
sitt til þess að leysa vanda-
málið.
Sögur f jölda fólks, sem heim-
sækja slíka spítala í New York,
eru undarlega líkar: Nokkur ár
í hjónabandi án þess að barn
fæddist eins og vonir stóðu til.
Oft hefir heimilisgæfan farið út
um þúfur, og konan orðið tauga-
veikluð, vegna þess að hún held-
ur að sökin sé sín megin.
Læknirinn segir sjúklingnum,
að ófrjósemin snerti báða aðilja,
og eiginmaðurinn þurfi líka
rannsóknar við. Margar konur
andæfa því og fullyrða, að hann
sé algerlega heilbrigður.
I biblíunni virðist það venjan,
að kenna konunni um barnlaust
hjónaband. Og það var ekki fyrr
en 1916, að dr. William H. Cory
í New York afsannaði að svo
þurfti að vera.
Hann sýndi fram á, að eitt
barnlaust hjónaband af hverj-
um þrem, er sök eiginmannsins.
Síðar hefir þessi kenning verið
marg sönnuð. Samkvæmt skýrsl-
um um rannsóknir á eiginmönn-
um, sem gerðar voru eftir að
hættulegar skurðaðgerðir höfðu
verið framkvæmdar á konum
þeirra, kom í Ijós, að 45% þeirra
voru ófrjóir.
Við rannsóknir á 100 barnlaus-
um hjónaböndum, reyndist sök-
in vera hjá báðum aðiljum í 78
tilfellum, en 8 voru einungis
eiginmönnunum að kenna.
Sérfræðingar eru fljótir að
finna ástæðurnar fyrir ófrjó-
semi, t. d. rýrnaða kirtla. En
jafnvel þau hörmulegu tíðindi
eyða þó óvissunni, og mörg hjón
leita hamingju í því að taka börn
í fóstur. Oftar finna læknamir
einhverjar orsakir, sem hindra
frjóvgun, og oft tekst að gera
við því.
Hið fyrsta, sem ber að athuga
hjá karlmanninum, eru sáð-
frumur þær, er hann framleiðir.
Prumurnar eru taldar í smásjá
líkt og gert er við talningu blóð-
korna. Sé tala þeirra neðan við
60 milljónir, er frjóvgun ólíkleg,
því hjá heilbrigðum manni á hún
að vera 5—6 sinnum hærri. Við
þessu ráðleggja læknarnir vana-
lega hvíld og hressingu. Ef til
vill gefa þeir viðkomandi manni
efni, sem unnið er úr heiladingl-
inum, en hann er yfirstöð kyn-