Úrval - 01.06.1942, Side 49
HVAÐ ER HÆGT AÐ GERA FYRIR BARNLAUS HJÓN
47
ferðisins. Árangurinn af slíkri
meðferð, er oft stórkostlegur. Á
nokkrum mánuðum, getur tala
sáðfrumanna vaxið úr 6 eða 8
millj. upp í 300 millj.! Þar sem
sáðfrumurnar þurfa að komast
alllanga leið af eigin ramm-
leik, liggur næst fyrir að at-
huga hreyfanleika þeirra. Meðal-
hraði sáðfrumunnar, er tæpur 1
cm. á klst. og vanur maður getur
auðveldlega áætlað hraða þeirra
í smásjánni. Sérstakur gaumur
er gefinn að ástandi hinna ein-
stöku sáðfruma. Við skulum
hugsa okkur þær, sem íbúa
heillar borgar. Á meðal þeirra
eru ýmsir ungir og óþroskaðir,
sumir hraustir og f jörmiklir og
enn aðrir gamlir og hrumir. Ef
við finnum í sæðinu mjög marg-
ar hrörlegar frumur eða óþrosk-
aðar, bendir það til þess, að
maðurinn sé ófrjór. Stundum
finnast alls engar sáðfrumur.
Sé svo, dregur læknirinn þá
ályktun, að sæðisgöngin séu
lokuð, og hann hefir mjög
snjalla aðferð þessu til sönnun-
ar. Eftir að hafa sprautað inn
deyfilyfi, sker hann ofurlitla
sneið úr eista karlmannsins.
Finnist lifandi sáðfrumur í
stykki þessu, hljóta sáðgöngin
að vera lokuð. Næsta skrefið
er að framkvæma skurðaðgerð,
en slík aðgerð bar fyrst árang-
ur fyrir 10 árum. Dálítill hluti
er numinn burt úr sáðgöngun-
um, þar sem stíflan er, og síðan
saumað saman með silfurþræði.
Á meðan eiginmaðurinn er
þannig rannsakaður og lækn-
ingatilraunir gerðar, er konan
líka athuguð með hárnákvæm-
um aðferðum. Hjá ófrjóum kon-
um, er venjulegasta orsökin
stífla á eggjaleiðurunum, sem
liggja frá eggjastokknum niður
í legið. Ágæt aðferð er notuð til
þess að prófa þetta. Kolsýru-
lofti er dælt inn í eggjaleiðar-
ana með talsverðum þrýstingi.
Minnki þrýstingurinn skyndi-
lega, er það tákn þess að gasið
streymi inn í kviðarholið, og þá
er eggjaleiðarinn opinn, haldist
þrýstingurinn, er hann lokaður.
Hægt er líka að dæla inn vökva,
sem röntgengeislar komast ekki
gegnum. Þvínæst er tekin rönt-
genmynd, og kemur þá fram
skuggi af vökvanum, sem sýnir
hvort um nokkra stíflu er að
ræða.
Venjulega nægir að dæla
vökva eða lofti til þess að opna
lokaða eggjaleiðara, en stöku
sinnum þarf skurðaðgerð við.
Önnur algeng orsök til ófrjó-