Úrval - 01.06.1942, Page 52
Hinn kaldi raunveruleiki er miskunnarlaus,
þegar hann birtist baminu í fyrsta skipti
— og þungt hlutskipti að vera boðberi hans.
Hnífurinn.
Saga úr „The New Yorker“
eftir Brendan Gill.
Alt ichael kraup á gólfið,
spennti greipar utan um
hné föður síns og byrjaði að
þylja hálfupphátt: „Faðir vor,
þú sem ert á himnum, helgist
þitt nafn, tilkomi þitt ríki, svo
á jörðu, sem á himni, gef oss
í dag . ..“
Carroll braut saman dagblað-
ið. Það var klukkutími síðan
Michael átti að vera komin í
rúmið. „Ekki svona hratt, væni
minn,“ sagði hann. „Við skulum
reyna aftur, hægar.“
Michael byrjaði aftur hægt
og skýrt: „Faðir vor, þú sem
ert á himnum, helgist þitt .. .“
Carroll sá að náttföt drengsins
voru óhrein framan á ermunum,
sennilega haf ði hann líka gleymt
að bursta tennurnar ,,... svo
sem vér og fyrirgefum vorum
skuldunautum ... hvað þýðir
skuldunautum, pabbi?“
„Það eru menn, sem gera öðr-
um mein.“
„Geri ég nokkurn tíma öðrutn
mein?“
„Ekki mikið, held ég. Ljúktu
nú við bænirnar þínar.“
Michael dró að sér andann.
„Og leið oss ekki í freistni,
heldur frelsa oss frá illu. Amen.“
„Jæja,“ sagði Carroll og
strauk um kollinn á Michaeþ
„þá er bænin eftir.“
„Já,“ sagði Michael. „Heilaga
guðsmóðir, þú sem nýtur náðar
guðs, drottinn er með þér,
blessuð ertu meðal kvenna . ..“
Michael leit upp til föður síns:
„Kemur frú Nolan á morgun?“
„Já, já, hún kemur,“ sagði
Carroll. „Þú færð tíu sekúndur
til að ljúka við bænina."
Michael brosti. „Ég hélt, að
þú vildir að ég færi hægt með
þær. Heilaga guðsmóðir, bið þú
fyrir oss, aumum syndurum, nú
og á stund dauðans. Amen.“
Hann losaði hendurnar. „Gerir
hún það?“