Úrval - 01.06.1942, Side 53
HNlFURINN
51
„Gerir hún hvað?“
„Gerir hún það nú og á stund
dauðans, Amen?“
Orðin í bæn Michaels festust
í huga Carrolls og leyndust þar
langt að baki föðurlega brosinu
á andliti hans. „Já,“ sagði hann,
og setti pípuna á brotna diskinn
á borðinu við hliðina. „Hypjaðu
þig nú upp í, sullukollur, klukk-
an er farin að ganga tíu.“
En það var eitthvað að brjót-
ast í Michael. „Heldurðu, að
hún biðji guð um allt, sem ég
vil, og að hann gefi henni það
handa mér?“
„Hún er móðir hans.“
Michael reis á fætur, kyssti
föður sinn varlega á kinnina og
fór upp í rúmið. Carroll fletti
í sundur dagblaðinu, las eina
grein, og lét það svo falla á
gólfið. Hann var þreyttur. Ef
til vill gæti hann sofið í nótt.
Hann hafði ekki sofið vel síð-
ustu sex mánuðina, síðan konan
hans dó.
Náttfötin hans héngu rang-
hverf á hengi í baðherberginu,
þar sem hann hafði skilið þau
eftir um morguninn. Hann
þreifaði á tannbursta Michaels;
hann var þurr. Hann hefði átt
að skýra það fyrir drengnum,
hvernig færi fyrir tönnunum, ef
þær væru ekki burstaðar kvölds
og morgna.
Hann læddist á tánum inn í
svefnherbergið, en Michael var
ekki sofandi.
„Pabbi?“ hvíslaði hann.
„Farðu að sofa.“
„Ég var að biðja guðsmóður
um dálítið."
„Á rnorgun."
„Nei, ég var að biðja hana
um það rétt núna.“
Carroll lagðist á bakið með
hendurnar yfir augunum. „Hvað
varstu að biðja hana um, Mick-
ey?“
Michael hikaði. „Ég hélt það
væri betra að biðja um eitthvað
lítið fyrst. Og sjá hvað skeði.“
Hann settist upp í rúminu. „Ég
bað um vasahníf."
Klukkan sló tíu. Michael var
sofnaður. Carroll reyndi að
anda í takt við Michael, til þess
að reyna að sofna, en það var
ekki til neins. Hann fór fram
úr og klæddi sig, og fór út. Búð-
argluggarnir voru uppljómaðir
beggja megin við Lexington
Avenue. Carroll lagði leið sína
niður í bæ og nam staðar við
hvern búðarglugga.
Sam Ramatsky stóð fyrir