Úrval - 01.06.1942, Side 54
52
ÚRVAL
framan dyrnar á búðinni sinni
og andaði að sér svölu nætur-
loftinu.
„Jæja, Carroll, gott er bless-
að veðrið.“
„Já.“ Carroll þráði að tala
við einhvern. „Hvernig gengur
verzlunin?“ spurði hann.
„Ég hefi ekki undan neinu að
kvarta.“ Sam glotti og hristi
höfuðið. „Ég tek þetta aftur.
Hún gengur bölvanlega."
Carroll kinkaði óþolinmóður
kolli. Það var víst ekki rödd
Sams, sem hann hafði þráð að
heyra. „Láttu mig hafa eitt glas
af mjólk, Sam.“
Þeir fóru inn í búðina. Car-
roll horfði á Sam hella mjólk-
inni í glasið. Síðan varð honum
litið á búðarborðið fyrir aftan
hann. — „Selurðu vasahnífa,
Sam?“
„Já, ég sel allt. Það er það,
sem ætlar að drepa mig. Það
er ekkert, sem dregur eins úr
eftirspurninni og meðvitundin
um það, að allt sé til.“ Sam setti
bakka með vasahnífum fyrir
framan Carroll. „Fallegir þess-
ir,“ sagði hann. „Allt frá þrem
krónum.“
Carroll tók stærsta og falleg-
asta hnífinn. „Ég ætla að fá
þennan," sagði hann.
„Þú ert ekki billegur á því.
Hann kostar 6,50.“
Carroll borgaði mjólkina og
hnífinn, bauð góða nótt og fór
út. Hann rölti af stað.
Ef hann gengi í hálfan annan
klukkutíma enn, mundi hann
verða nógu þreyttur til að geta
sofnað. Vonandi gæti þá engin
rödd vakið hann.
Það var liðið á morgun, þegar
Carroll vaknaði. Hann heyrði,
að Michael og frú Nolan voru að
tala saman í eldhúsinu. Rödd
Michaels var há af ákafa.
„Sjáðu, frú Nolan, líttu á! Er
hann ekki fallegur ?“
„Jú, hann er fallegur," sagði
frú Nolan.
„Biðurðu aldrei um neitt,
þegar þú ferð með bænirnar
þínar, frú Nolan?“ spurði Mic-
hael.
„Jú.“ Panna datt á gólfið.
„Ég hefi séð margar svínastíur,
sem ég vildi heldur nota fyrir
eldhús en þetta,“ sagði frú Nol-
an. „Þið lifið eins og eskimóar
alla vikuna. Guð blessi ykkur.“
„Færðu alltaf það, sem þú
biður um?“ spurði Michael.
„Oftast. Ég reyni að geta mér
til, hvað góður guð vilji helzt