Úrval - 01.06.1942, Page 55
HNÍFURINN
53
gefa mér, og bið svo um það.“
,,Ég fékk þennan hníf einmitt
svona,“ sagði Michael. „Hann er
bæði með stóru og litlu blaði,
og svo er líka tappatogari á
honum og járn til að gera með
göt á leður, og þjöl.“
„Þú hlýtur að hafa beðið
bænirnar þínar vel,“ sagði frú
Nolan.
„Það var bara „Heilaga guðs-
móðir,“ sagði Michael, „en ég
fór voða hægt með hana, alveg
eins og pabbi sagði mér.“
Michael þagði andartak. „En í
kvöld ætla ég að biðja um miklu
meira. Hitt var bara til að
reyna. Það verður önnur mann-
eskja hérna, þegar þú kemur í
næstu viku.“
Prú Nolan brosti kankvís-
lega. „Einhver í staðinn fyrir
mig?“
„Hún var hérna hjá okkur
pabba áður en þú komst,“ sagði
Michael, og röddin titraði af
geðshræringu, „og hún ætlar að
koma aftur.“
„Michael,“ kallaði Carroll.
Michael kom hlaupandi inn
um svefnherbergisdyrnar, með
glitrandi hnífinn í hendinni.
„Sjáðu, hvað ég á,“ sagði hann.
„Ég var að sýna frú Nolan
hann.“
„Komdu hérna,“ sagði Car-
roll. Þegar Michael kom að
rúminu, reis Carroll upp við
dogg og spennti hendurnar aftur
fyrir bak drengsins. Það var
aðeins eitt, sem hann þurfti að
segja, og það þurfti að segjast
strax. „Mér þykir vænt um, að
þér skuli þykja hann fallegur,
sagði hann. „Ég keypti hann hjá
Ramatsky í gærkvöldi. Það var
stærsti og fallegasti hnífurinn,
sem til var.“
—X—
Að þjóna tveimur herrum.
Léleg kirkjusókn í smábæ einum í Ohio í Bandaríkjunum var
orðin sóknarnefndinni og öllum sannkristnum mönnum þar mikið'
áhyggju efni. Sóknarnefndin samþykkti þá að framvegis skyldi
við hverja messu laumað dollaraseðli í eina sálmabókina í kirkj-
unni. Nú er kirkjusókn þar til fyrirmyndar öðrum söfnuðum
í landinu.