Úrval - 01.06.1942, Side 56
Aður ósýnilegir fjendur lífsins eru nú sviftir hulins-
hjálmi smæðarinnar með hinni nýju smásjá.
örsmœðin á undanhaldi.
Samþjöppuð grein úr ,,Coronet“,
eftir Michæl Evans.
1-1 útklæddi maðurinn hélt á
* * litla hylkinu með tönginni
sinni, opnaði litlu boghurðina
og lokaði það inni í klefanum,
Því næst snéri hann straumrof-
anum. Lágur rafmagnskliður
heyrðist í herberginu. Hann
stillti augnglerið og leit í smá-
sjána. Þarna fyrir augum hans
lá gildvaxið mólikýlið skýrt
og afmarkað eins og kartöflu-
poki á vörupalli og eins úttroðið
af atómum.
Maðurinn brosti. Þarna var
það — ,,carbon-hydrogen“ móli-
kýlið, samsett úr skipulega
niðurröðuðum atómum, alveg
eins og vísindamenn höfðu hald-
ið fram að þau væru, ef ein-
hvern tíma tækizt að gera þau
sýnileg.
Sjá atómin? Já? Ef til vill
ekki í dag, en áreiðanlega á
morgun.
Vísindin hafa enn einu sinni
unnið kraftaverk. Þau hafa gert
hið ósýnilega sýnilegt, tekið
Ijósmyndir af því. En vísindin
hafa unnið svo mörg krafta-
verk á undanförnum árum, að
menn eru hættir að undrast.
Þessi síðasti svartigaldur
þeirra hefir þó ýtt við jafnvel
þeim, sem yppta öxlum við öllu.
Allir vita, að til eru svo smáar
eindir, að ekki er hægt að sjá
þær, jafnvel í sterkustu smásjá.
Allir vita, að til er svo smár
,,virus“, að hann smýgur við-
stöðulaust í gegnum postulíns-
sigti, svo að ekki er hægt að ein-
angra hann. Allir vita, að móli-
kýl og atóm eru svo örsmá, að
það er aðeins hægt að sanna
nærveru þeirra eftir krókaleið-
um efnafræðinnar.
Svo mörg eru þau orð.
Enn þá einu sinni hafa vís-
indin leyst af hendi hið „ómögu-
lega“. Þau hafa fundið upp nýja
smásjá, sem notar rafmagn til
,,lýsingar“ í stað Ijóss.
Þetta þarfnast frekari skýr-
ingar.