Úrval - 01.06.1942, Page 59
ÖRSMÆÐIN Á UNDANHALDI
57
Þeir voru eins og maður, sem
hefir öll hárfínustu tæki til að
grafa Faðirvorið á títuprjóns-
haus. Þeir vissu, hvað þeir vildu
gera og hvernig þeir áttu að
fara að því, en þeir þurftu tíma
<og æfingu til að læra að með-
höndla tækin.
Nú er þessu takmarki senn
náð. I Camden í New Jersey í
Bandaríkjunum eru nú fram-
leiddar smásjár, sem stækka
frá 10.000 upp í 30.000 sinnum,
og taka svo skýrar myndir, að
hægt er að stækka þær svo, að
hluturinn verði 100.000 til 200.-
000 sinnum stærri en í verunni.
Og við Stanford-háskólann í
Kaliforníu er verið að búa til
xisasmásjá, sem á að geta
stækkað allt að 200.000 sinnum.
Eitt kvenmannshár í slíkri smá-
sjá mundi verða eins stórt og
turninn á hæsta skýjakljúfinum
í New York.
Þegar Lister uppgötvaði sótt-
varnarefnin, varð það upphaf
að hinum stórstígu framförum
á sviði skurðlækninga. Það var
stórkostleg uppgötvun. Sama
máli gegnir um uppgötvun
,,sulfa“ sambandanna. Hún
færði læknunum upp í hendurn-
ar efni, sem hafði undraverðan
mátt til að drepa ýmiskonar
sýkla í líkama mannsins.
En rafeindasmásjáin mun ef
til vill reynast ennþá stórkost-
legri uppfinning. Hún á kannske
eftir að færa læknavísindunum
lokasigurinn yfir öllum gerlum,
öllum sýklum og öllum „virus-
um“. Hún á kannske eftir að færa
jurtasjúkdómafræðingum sigur-
inn yfir þeim sjúkdómum, sem
valda milljóna töpum og leiða
plágur hungurs og fátæktar á
hverju ári yfir blómleg akur-
yrkjulönd víða um heim.
1 fyrsta skipti geta sýklafræð-
ingar séð í smásjánni hina
banvænu sýkla, sem valda
barnaveiki, kíghósta og hina ill-
ræmdu keðju-sýkla, sem eyði-
leggja rauðu blóðkornin.
Og hvað er svo unnið við
þetta? 1 stuttu máli: Fram til
þessa höfðu læknarnir barizt
blindandi við þessa sjúkdóma.
Þeir vissu, hvaða sýklar orsök-
uðu þá. Þeir vissu í stórum
dráttum, hvernig þessir sýklar
höguðu sér. Þeir gátu athugað
þá í hópum og drepið þá í hóp-
um — en þeir gátu ekki séð þá.
Læknirinn var eins og flugmað-
ur, sem flýgur í mikilli hæð yfir
orustuvelli, þökktum hermönn-
um. Hann sér þéttar fylkingar
8-