Úrval - 01.06.1942, Page 61
59
ÖRSMÆÐIN Á UNDANHALDI
leikur að stilla hana á ögnina,
sem skoða á. Ef ögnin er færð
til um einn tíuþúsundasta úr
þumlung, þá færist hún um þrjá
þumlunga á sjónarsviðinu.
Fleiri erfiðleikar kom til
greina. Smásjáin verður að vera
í lofttómu rúmi, því að annars
raska mólikýl loftsins gangi raf-
eindanna á sama hátt og regn-
dropar, sem falla á rúðu, spilla
útsýninu.
Einn gallinn er sá, að raf-
eindastraumurinn er banvænn
eins og dauðageislar. Það er því
ekki hægt að skoða lifandi ver-
ur í smásjánni.
En þessir erfiðleikar verða
væntanlega yfirunnir fljótlega,
eins og ótal aðrir erfiðleikar,
sem sigrast hefir verið á við
byggingu rafeindasmásjárinnar.
Og þá fyrst munu menn geta
gert sér ljóst, hve stórkostlegir
möguleikar eru fólgnir í þessu
nýja furðuverki vísindanna.
Bauða hættan.
Það merkir manninn, að kyssa stúlku nú á tímum. Og' það
má sjá merkin víðar, á sígarettum, glösum, handklæðum og
skeiðum. Alls staðar, sem hún kemur, skilur hún eftir merki um
notaðan munn. Það er hörð raun fyrir rómantiska ást elskhug-
ans að koma úr faðmlögum ástmeyjarinnar með ilmbætt gæsa-
íeitarbragð á vörunum og litarskrúð trúðsins i andlitinu. Ég hefi
ekkert á móti varalit á vörum stúlkna. Verst er, að þær nota
eitthvert efni, sem hefir þann undarlega eiginleika, að það situr
fast alls staðar nema þar, sem það á að vera. Þetta er í mínum
augum sú örlagaríkasta rauða hætta, sem ógnar mannkyninu.
Bob Hope i ,,You“.
☆
Uppgjafa sýslumaður, ern og hraustlegur, var sífellt að koma
á lækningastofuna til mín til að láta rannsaka í sér hjartað.
Ég var farinn að þreytast á þessu og dag nokkum klappaði ég
hughreystandi á öxlina á honum og sagði: „Þér þurfið ekkert
að óttast. Hjartað endist á meðan þér lifið.“ Hann fór frá mér
glaður og vongóður og hefir aldrei komið síðan.
Asa W. Collins í „Doctor Aasa“.
s*