Úrval - 01.06.1942, Side 66
64
ÚRVAL
eins öruggt nú og í síðustu styr j-
öld, en ef að líkum lætur verður
þess ekki langt að bíða, að nýj-
ar og árangursríkari varnir
verði uppgötvaðar gegn kafbát-
unum og hinum skæðu útvörð-
um þeirra, flugvélunum. Það-
hefir jafnan reynst svo, að
þegar ný árásartækni hefir ver-
ið upptekin, hefir jafnan verið
skammt að bíða, að ráð hafi
fundizt til varnar.
co^co
Þróun.
Á fundi i ameríska sálfræðing'afélaginu sýndi prófessor O. H.
Mowrer við Yale-háskólann kvikmynd af iðjusamri rottu, sem
hafði lært að vinna fyrir sér og tveim bræðrum sínum, er
ekkert nenntu að gera. Prófessorinn hafði útbúið búr þannig, að
rottan þurfti að ýta á vogarstöng í hvert skipti, sem hún vildi
ná í einn lítinn matarbita. Vogarstöngin og maturinn voru hlið
við hlið í búrinu, og rottumar þrjár lærðu fljótlega, hver í sínu
lagi, að ýta á stöngina.
Þá var stöngin færð yfir í hinn endann á búrinu, svo að rott-
an þurfti að fara þvert yfir búrið til að ná í bita. En einnig
þessa list lærðu þær fljótlega, hver í sínu lagi. Að lokum voru
allar rotturnar settar í búrið í einu, til að sjá, hvaða ,,þjóðfélags-
leg vandamál" hlytust af því.
Fyrstu þrjá dagana héldu þær sig allar við mataropið. Stöku
sinnum fór ein og ein yfir að stönginni, en áður en hún kom til
baka, voru hinar alltaf búnar að klófesta bitann. Á þriðja degi
voru rotturnar orðnar svo gráðugar, að þær voru farnar að
sjúga stálpípuna, sem maturinn kom úr.
Fjórða daginn var ein rottan svo hugvitssöm að ýta þrisvar
sinnum í röð á stöngina, og svo þaut hún þvert yfir búrið og
kom rétt mátulega til að ná í síðasta bitann. Því næst hljóp
hún rakleitt að stönginni aftur og ýtti á hana hvað eftir annað.
Þannig hélt hún áfram í hálfan annan klukkutíma, og hafði þá.
ýtt 1156 sinnum á stöngina, fyrr höfðu þær ekki allar fengið
nægju sína. Önnur rotta fór þrisvar sinnum til að ýta á stöng-
ina en hætti brátt alveg, sú þriðja hélt sig alltaf við matarhol-
una. Þær urðu þannig báðar alger snýkjudýr. „Stéttaþjóðfélag-
ið“ var skapað.