Úrval - 01.06.1942, Qupperneq 68
'66
ÚRVAL
gegn ýmsum bráðhættulegum
sjúkdómum. Eftir þrjú ár hafði
dauðsföllum af völdum lungna-
bólgu fækkað um helming í
Bandaríkjunum — var það mest
,að þakka sulfapyridine. Þetta
var vafalaust eitt mesta björg-
unarstarf í sögu læknavísind-
anna. En þó að þetta lyf gæfi
mörgum tækifæri til lengri líf-
daga, varpaði það samt skugga
sínum á þúsundir sjúklinga. Það
er mjög eitrað fyrir ýmsa sýkla,
en ekki alltaf skaðlaust fyrir
menn. Jafnframt því að sulfani-
lamid bjargaði konum með
barnsfararsótt oghreif börnmeð
heilahimnubólgu af barmi graf-
arinnar, þá hafði það þau áhrif
á suma sjúklinga, að þeir urðu
helbláir, aðrir fengu óráð eða
lífshættulegt blóðleysi. Sulfa-
pyridine, sem gerði læknana
undrandi með sínum skjóta
árangri gegn lungnabólgu, gat
stundum valdið ægilegum upp-
köstum og ógleði hjá þeim sjúkl-
ingum, sem það bjargaði frá
dauða. En hvers vegna? Það
vissu læknarnir ekki, en til þess
að forðast þetta, gáfu þeir
litla — oft ófullnægjandi —
skammta. Það hefði verið hægt
að bjarga miklu fleiri mannslíf-
■um, hefðu menn þorað að beita
þessu tvíeggjaða vopni eins og
hægt var.
En efnafræðingarnir voru
óskelfdir. Þeir eyddu miðnætur-
rafmagni í hundruðum rann-
sóknastofa, í einni hinni áköf-
ustu og ofsafengnustu baráttu
fyrir lífinu, sem heimurinn hefir
nokkru sinni þekkt.
Árið 1940 höfðu þeir gefið
læknunum sulfathiazole. Það
var alveg jafn virkt gegn
lungnabólgusýklum og sulfa-
pyridinið, en var að mestu laust
við skaðleg áhrif á blóðið og
óþægindi í maga, svo að lækn-
arnir gátu notað það óhikað í
heimahúsum, eins og á sjúkra-
húsum. En margir þeirra, sem
sulfathiazolið hafði bjargað,
fengu ógeðslegar bólur og út-
brot á hörundið. Óverulegur
vottur af blóði í þvaginu, gaf
grun um að þessi nýi óvinur
sýklanna væri ekki ávallt sem
vinveittastur nýrum sjúkling-
anna.
Nú beinist athyghn að Rich-
ard O. Roblin og samverka-
mönnum hans, sem unnu í rann-
sóknastofun ameríska Cyana-
mid félagsins í Stanford. Þeir
voru að reyna mörg hundruð
mismunandi brennisteinssam-
bönd. Eftir margra mánaða