Úrval - 01.06.1942, Síða 69
MILLJÓNIR MANNA HEIMTAR IJR HELJU
67
.-æfintýralegt bras og suðu fundu
þeir kynlega blöndu úr brenni-
steinssambandi og vitamini. —•
Þessa framleiðslu sína, er vóg
minna en sykurmoli, nefndu þeir
sulfadiazine. Formaður rann-
sóknanna afhenti þessa lítilfjör-
legu ögn hins hvíta dufts sýkla-
fræðingum félagsins, W. Harry
Finestone og samstarfsmönnum
hans. Þeir gerðu tilraunir með
það á músum, sem dæmdar
höfðu verið til að deyja af völd-
um alls konar sýkla.
Sulfadiazine reyndist jafngilt
sulfanilamidi gegn banvænum
keðjusýklum, sem valda barns-
fararsótt, blóðeitrun og heila-
himnubólgu út frá eyrnaígerð-
um, en fimmtán sinnum veik-
ara en sulfathiazole.
Það hafði að geyma alla eig-
inleika hinna þriggja áður
nefndu lyfja. Sulfanilamid var
lítils virði gegn lungnabólgu-
sýklum, sulfapyridine var ekki
öruggt gegn drúfusýklum
(staphylococceum), sulfatiazole
reyndist illa gegn keðjusýkla-
blóðeitrun.
Hið dásamlega nýja sulfadia-
zine var ekki eins einhliða, held-
ur næstum jafnvígt gegn öllum
tegundum hnattsýkla (cocca).
Erfiði og hugvitssemi efna-
fræðingsins Roblin og aðstoðar-
manna hans, leiddu smátt og
smátt af sér meiri framleiðslu
sulfadiazines til músa-tilrauna,
en nú var einnig farið að gera
þær á rottum, hundum og öpum.
Árangurinn virtist næstum
ótrúlega glæsilegur. Stórir
skammtar höfðu engin skaðleg
áhrif á nýru apanna né blóð
þeirra.
En margvísleg vonbrigði hafa
vanið sýklafræðingana á að
álykta varlega um nytsemi lyf ja
gegn sjúkdómum manna, út frá
dýratilraunum.
Penin H. Long, brautryðjandi
í þessari grein læknavísindanna
við Johns Hopkins sjúkrahúsið,
bendir á, að mýs fái ekki útbrot
né ofnæmi, þær kasta aldrei upp,
þær verða heldur ekki óðar og
hlaupa út um glugga. En í
þetta skipti komu góð tíðindi,
jafn áhrifarík og þau voru
samhljóða, frá sjúkrahúsum í
New York, Philadelphíu, Balti-
more og Boston. Læknarnir
Norman Plummer og Herbert R.
Ensworth frá Cornell lækna-
skólanum í New York skýrðu
svo frá, að sulfadiazine, sem
tekið væri inn, kæmist auð-
veldlega út í blóðið og væri
þar mjög virkt gegn sýklum,