Úrval - 01.06.1942, Side 70
68
ÚRVAL
skildist seint út gegnum nýrun
og líkaminn hefði engin áhrif á
það í þá átt að gera það
óvirkt.
Dr. Long við Johns Hopkins
sjúkrahúsið reyndi sulfadiazine
á 80 sjúklingum, án þess nokkr-
ar eiturverkanir kæmu fram.
Dr. H. F. Flippin í Philadelphíu
reyndi sulfadiazine við hundrað
lungnabólgusjúklinga, og batn-
aði þeim öllum, er fengu lyfið,
áður en þrír dagar voru liðnir
frá byrjun veikinnar.
Þrautreyndur læknir, dr.
Maxwell Finland í Boston, sendi
þó merkilegustu fréttirnar af
öllum.
Hann hafði haldið mjög fram
blóðvatnslækningum gegn hin-
um nýju lyfjum. Nú bauð hann
sulfadiazinið velkomið sem nýj-
an methafa í heimi læknavísind-
anna. Hann hafði reynt það á
446 mjög veikum sjúklingum,
og varð árangurinn ágætur,
og þar á meðal gegn lungna-
bólgu.
Og hvaða skaðleg áhrif fund-
ust svo hjá öllu þessu fólki?
Dr. Finland segir að þau hafi
verið mjög mild og fátíð. Nokkr-
ir fengu lítilsháttar flökurleika
eða meinlaus útbrot, aðeins einn
fékk nýrnaverki.
Að lokum virðist þá svo kom-
ið, að efnafræðingum muni tak-
ast að létta fyrri óþægindum
þessara lyfja af hinum sjúku.
Dr. Long beinir einni aðvör-
un til lækna: Sjúklingarnir
skulu ávallt spurðir, hvort þeir
hafi fengið slík lyf áður. Hafi
þeir fengið einhver óþægindi,
sem afleiðing þar af, þá er viss-
ara að gefa þeim fyrst lítinn
prófskammt.
Það verður auðvelt að fá sul-
fadiazine framvegis, og fram-
leiðslumöguleikar þess eru ótak-
markaðir.
Bráðlega geta læknar, bæði í
bæjum- og sveitum, á heimilum
jafnt og á sjúkrahúsum, gengið
ótrauðir fram til orustu gegn
ýmsum sjúkdómum á byrjunar-
stigi meðan batamöguleikar eru
mestir.
Fyrstu fimm vikurnar s.l.
vetur, voru 548 lungnabólgutil-
felli í her Bandaríkjanna. Dán-
artala hinna sjúku var 2,1% eða
tíu sinnum lægri en 1917—19..
Sulfadiazinið getur líka orðið'
gott vopn í höndum skurðlækn-
anna. Verksmiðju- og umferða-
slys valda oft skæðum ígerðum.
Sé sulfadiazinið gefið strax eftir
slysið, hindrar það vöxt gas-
myndandi sýkla og ýmissa ann-