Úrval - 01.06.1942, Qupperneq 73
LEYNDARDÓMUR MARZ
7£
afstaða Marz til jarðarinnar
þannig, að hagkvæmt sé til
athugana. — Hvert svæði á
stjörnunni er aðeins 10 til 14
daga í góðri athugunarstöðu, og
á þeim tíma eru veðurskilyrðin ef
til vill lengst af óhagstæð. Fjar-
lægðin er mjög breytileg, og að-
eins á 15 ára fresti — þegar
jörðin er á milli Marz og sólar
— er afstaðan ,,bezt“. Það er
því ekki hægt að búast við stór-
stígum framförum á skömmum
tíma.
Á myndum E. C. Sliphers,
sem teknar voru í Afríku árið
1939, sást ýmislegt athyglisvert
varðandi hvítu hettur heim-
skautanna. Það var vor á suð-
urhveli Marz — samsvarandi
apríl eða maí á norðurhveli jarð-
ar. Hvíta hettan á suðurheim-
skautinu tók að bráðna -—
hverfa væri kannske réttara að
kalla það, — og komu þá í ljós
sömu rákirnar og merkin og
sést höfðu mörg undanfarin ár.
Á myndum, sem teknar voru í
gegnum mismunandi litaskífur,
var svo að sjá, sem hetturnar
væru tvær hvor ofan á armari.
Önnur var sýnileg í gegnum
bláa skífu, en hvarf, þegar rauð
skífa var notuð eða varð eins
og hálfgagnsætt ský. Slipher
heldur því fram, að hettan sé
ský, samansett úr örsmáum ís-
nálum. ,,Cirrus“skýin í gufu-
hvolfi jarðar eru sama eðlis.
Ýms merki, sem sýnileg voru
í gegnum rauða skífu, sýndu
litabreytingar, sem erfiðara var-
að skýra. Sumir skurðirnir sá-
ust greinilegar en við fyrri at-
huganir, aðrir óljósar. Og það
sem merkilegra var, þessi mis-
munur á skýrleika kom fram á
sama svæðinu. Þetta virðist úti-
loka það, að orsökin sé breyting-
ar í gufuhvolfinu, því að ef svo
væri, ætti svæðið allt að vera
ýmist skýrara eða óljósara.
Þessar háttbundnu breytingar-
eru enn óráðin gáta.
Gufuhvolf Marz er tiltölulega
tært, því að annars gætum við
ekki séð yfirborð stjörnunnar
svo vel, sem raun ber vitni —
betur en nokkurrar annarar
stjörnu.
Það getur verið, að ský þau„
sem sjást á Marz, séu mynduð
úr vatnsgufu, en það er vafa-
samt, að nokkuð opið vatn sé
þar. Litrófsrannsóknir á gufu-
hvolfinu sína svo lítið vatn, að
það er vart mælanlegt.
Leitin að súrefni í gufuhvolfi
Mars hefir engan árangur borið.
Og ef það er nokkuð, þá er það-