Úrval - 01.06.1942, Side 74

Úrval - 01.06.1942, Side 74
'72 ÚRVAL minna en þriðjungur þess, sem «r í gufuhvolfi jarðarinnar. Hinn rauðleiti litur á Marz gæti bent til, að í jarðveginum eða klettunum væri bundið súrefni. Ef til vill hefir hið óbundna súr- efni bundizt súrefnissambönd- um við veðrun, eins og t. d. í rauðjárnssteininum hér á jörð- inni. Kolsýra hefir heldur ekki fundizt, en til þess, að hún sé mælanleg þarf hún að vera í allstórum stíl. Þessar rannsókn- ir benda ekki á hagkvæm skil- yrði fyrir líf. En ekki er þó óhugsandi, að einhver tegund af frumstæðu lífi geti þrifizt við þessi skilyrði. Hitinn hefir mælzt frekar lágur, jafnvel um hádegið. Við miðbaug kemst hitinn upp fyrir frostmark, ef til vill 10° á C. eða meira. Við heimskautin er hit- inn á veturna um -r-70°, en á sumrin kemst hann upp fyrir 0. Þegar sólin lækkar á lofti, fellur hitinn ört, því að gufuhvolfið heldur ekki vel hita. Það er sama fyrirbrigðið og við þekkj- um hér á jörðinni, t. d. uppi á háum fjöllum, þar sem loftið er þunnt. Á næturnar getur hitinn í ,,hitabeltinu“ jafnvel komizt miður í -^75° á C. Þetta er þá sú vitneskja, sem vísindin hafa aflað sér á undan- fömum árum. Á þeim verðum við að byggja bollaleggingar okkar um líf á Marz. Hvaða skil- yrði teljum við nauðsynleg til að líf geti þrifist? Og þegar við tölum um líf, eigum við þá við jurtalíf, dýralíf eða skynsemi- gæddar verur? Fyrsta skilyrðið er, að á stjörnunni sé andrúmsloft, sem geti stuðlað að brennslu. Við vitum, að á Marz er andrúms- loft, þó að það sé mjög þunnt, en við vitum líka, að íbúar jarðar- innar geta vanizt á að lifa í mikilli hæð, þar sem loftið er til- töluiega þunnt. Súrefnisskort- urinn er auðvitað erfiður þránd- ur í götu, en ekki er óhugsan- legt, að lífið gæti lagað sig eftir kringumstæðunum og komizt af með mun minna súrefni en er hér á jörðinni. Allar líkur benda til, að einhver vatnsgufa sé á Marz. Þó að hún sé af mjög skornum skammti, ætti jurtalíf hæglega að geta lagað sig eftir slíku ástandi og jafnvel dýr líka. Ef jurtagróður er á Marz, þá er þar fengín fæða handa dýr- um. Ef dýr gætu því að öðru leyti lagað sig eftir skilyrðun-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.