Úrval - 01.06.1942, Qupperneq 76
Japanskur hugsimarháttur — hversu fjarri er hann
ekki okkur hvítiun mönnum — og geigvænlegur!
Ha ra ki ri.
Samþjöppuð grein úr „The North American Review“
eftir William C. White.
jlKetta er saga Yablonsky hers-
lllllr höfðingja, gamla mannsins,
sem situr á hverju kvöldi í einu
horninu á litla rússneska kaffi-
húsinu við Nollendorfplatz í
Berlín. Heiðurspeningarnir, sem
skreyta brjóst hans, draga óum-
flýjanlega að sér athygli komu-
manna. Hann er einn af þessum
snauðu, rússnesku flóttamönn-
um, sem lifa aðeins í hinum
glæstu draumum fortíðarinnar.
Þegar hann hefir fengið nægi-
legt vodka, á hann það til að
segja söguna af Tanama kap-
tein. ,,Það er aðeins einn maður,
sem ber ábyrgðina á rússnesku
byltingunni og öllu því, sem
henni fylgdi,“ segir hann alltaf,
þegar hann byrjar á sögunni.
„Aðeins einn maður, Japaninn
Tanama. Rússland væri ennþá
keisaraveldi, ef þessi japanski
þorpari hefði aldrei verið til.
Japanar sigruðu okkur árið
1905, eins og þér vitið, og sá
ósigur leiddi til byltingarinnar.
Og Japanar mundu aldrei hafa
sigrað okkur, án hjálpar svik-
arans Tanama. Hafið þér aldrei
heyrt söguna af honum?“
Nei, ég hafði aldrej heyrt
hana.
Hér kemur svo sagan af Tan-
ama eins og hann sagði mér
hana, þessi gamli rússneski
flóttamaður, sem einu sinni
hafði verið í leyniþjónustu keis-
arans:
Tanama kapteinn kom fyrst
til Pétursborgar sem hermála-
ráðunautur japönsku sendisveit-
arinnar árið 1901. Ég býst við,
að hann hafi verið af einhverj-
um sérstökum ættstofni, því að
hann var nærri þrjár álnir á
hæð og í ýmsu öðru ólíkur hin-
um smávöxnu löndum sínum.
Andlit hans var eirrautt og ljótt
eins og tíbetisk djöflamynd. Já,
hann var ljótur, en hann hafði
einhvern eggjandi glæsileik til