Úrval - 01.06.1942, Síða 81
HARAKIRI
Við grófum upp skjölin í
skyndi og unnum dag og nótt
við að leiðrétta og samræma
varnir okkar fyrirætlunum Jap-
ana. f febrúar 1904 braust stríð-
ið út, stríðið, sem leiddi til bylt-
ingarinnar 1905 og seinna til
byltingarinnar 1917.
í apríl hörfuðum við til Chiu-
liencheng við Yalu ána. Orust-
an þar, 30. apríl 1904, er ein af
þýðingarmestu orustum í ver-
aldarsögunni. Þá skeði það í
fyrsta skipti í sögu nútímans,
að herskarar hins gula kyn-
stofns sigruðu her hvítra
manna. Hugsið um framferði
Japana í Austur-Asíu og Kyrra-
hafinu núna, og minnist um leið
orustunnar við Yalu fyrir nærri
40 árum.
Við höfðum skjölin með fyrir-
ætlunum Japana á þessum slóð-
um. En alls staðar, sem við
tefldum fram herdeild til að
hrinda árásum Japana, voru
tvær japanskar herdeildir fyrir.
Alls staðar, þar sem við höfð-
um eina stórskotaliðssveit, voru
tvær japanskar fyrir. Og orust-
unni lauk með því, að flótti
brast í lið okkar, og bakliðinu
var gereytt, af því að vinstri
fylkingararmur þess hörfaði í
öfuga átt á undanhaldinu. Hvers
78>
vegna hörfuðu þeir í öfuga átt?
Ég vissi það þá, og Tanama
vissi það, hvort sem hann var-
lífs eða liðinn.
En það var of seint að endur-
skipuleggja varnir okkar. Þær-
höfðu verið byggðar á upplýs-
ingum Tanama. Við biðum ósig-
ur við Nashan, Mukden og Port
Arthur. Sagan segir, að við
töpuðum stríðinu, af því að
Síberíu-járnbrautin gat ekki
annað her- og birgðaflutning-
um til vígstöðvanna. Þetta er-
mesti misskilningur. Við höfð-
um nógan mannafla, miklu meiri
en Japanar. En hann var aldret
þar, sem mest þörf var fyrir
hann.
Ég var á vígstöðvunum og í
desember 1904 sagði japanskur-
fangi mér niðurlag sögunnar.
Ég spurði hann um Tanama.
,,Hann er þjóðarhetja," sagði.
fanginn. „Keisarinn hefir sæmt
hann og fjölskyldu hans heið-
ursmerki sólarupprásarinnar."
„Hann hefir þá ekki verið'
tekinn af lífi ?“
„Jú, jú, hann var tekinn af
lífi sem njósnari. En fyrir fáum
mánuðum var hið sanna í mál-
inu opinberað. Tanama hafði
hlotnast sá heiður að mega láta
taka sig af lífi sem njósnara..