Úrval - 01.06.1942, Qupperneq 91
Aðdráttaraflið.
Samþjöppuð grein úr „Science Digest“
eftir dr. Peter I. Wold.
ldum saman höfðu mennirn-
ir byggt þessa jörð áður en
þeir gerðu sér ljóst, að til væri
það, sem nefnt hefir verið að-
dráttarafl. En maðurinn eins og
öll önnur dýr jarðríkis, hagaði
sér hins vegar eftir því, sem
aðdráttaraflið bauð. Reynslan
kenndi honum það. Og ósjálf-
rátt tók hann einnig að færa sér
aðdráttaraflið í nyt, eins og til
dæmis er hann velti björgum
niður kletta til þess að tortíma
óvinum sínum, og síðar er hann
notaði lækjarsprænur sem
hreyfiafl frumstæðra véla sinna.
Ég geri ráð fyrir því, að ef
einhver fyrir tíð Isaks Newton
hefði spurt: ,,Hví detta stein-
ar?“ þá hefði svarið verið eitt-
hvað á þessa leið: ,,Slíkt er eðli
allra hluta. Það er heimskulegt
að sjá það ekki, og bjánalegt að
spyrja slíkra spurninga.“
Newton kenndi, að aðdráttar-
aflið milli tveggja hluta væri
þeim mun meira, sem hlutirnir
væru þyngri, og þeim mun
minna, sem fjarlægðin milli
þeirra væri meiri.
Hversu mikið er þetta að-
dráttarafl? Hugsum okkur að
við hefðum tvær járnkúlur, eitt
fet í þvermál hvora og 90 kg.
að þyngd, og létum þær snert-
ast. Aðdráttaraflið milli þeirra
myndi ekki vera meira en tvö-
þúsundasti hluti úr einu grammi.
En hve mikið er afl það, sem
sólin, með sínum mikla þunga
en jafnframt miklu fjarlægð,
togar í jörðina með, og neyðir
hana þannig til að „hringsól-
ast?“ Til þess að hamla á móti
því afli, þyrfti eitt þúsund mill-
jón milljóna stálvíra, sem væru
eitt fet í þvermál b.ver. Ef allir
þessir vírar væru undnir sam-
an, myndi fást vír, sem væri
11200 km. í þvermál. Hugsið
ykkur slíkan vír og hvílíkt átak
hann þyldi!
Með lögmáli því, sem við
Newton er kennt, má skýra