Úrval - 01.06.1942, Blaðsíða 95
EINKENNILEG SKILNINGAVIT
93
ur, Engelmann, gerði eitt sinn
tilraun með heyrnarnæmi
hundsins. Hafði hann tvo
skerma og hringdi bjöllu til
skiptis bak við þá, og minnkaði
fjarlægðina milli þeirra smám
saman. Tilraunin leiddi í ljós, að
heyrn hundsins er mikið betri
en mannsins. Sams konar til-
raunir voru gerðar á köttum og
hænsnum og báru þær einnig
góðan árangur.
Ostran er sjónlaus, en er þó
einkar næm fyrir Ijósbreyting-
um. 1 birtu opnar hún sig og
tekur til sín fæðu, en lokast
samstundis, ef skugga er varp-
að á hana.
Einræði — lýðræði.
Nemendurnir í George School, Bucks, Pennsylvania, létu ekki
sannfærast um, að lýðræði væri bezta skipulagið. Það er svifa-
seint og stendur í flestu tilliti að baki einræðinu, sögðu þeir.
,,Jæja,“ sagði kennar.inn, Richard McFeeley, „reynsian verður
að skera úr um það. Næsta hálfan mánuð mun einræði ríkja
hér í skólanum.“
Nú voru allar umræður bannaðar, spurningum var ekki svarað
og mjög hart tekið á misfellum. Kennarinn myndaði einnig eins-
konar Gestapo leynilögreglu, þ. e. lét nokkra drengi segja sér
allt það, sem nemendurnir ræddu um sín á milli utan kennslu-
stunda. Þá voru þeir fyrirvaralaust teknir til yfirheyrslu og
ákærðir fyrir brot á reglugerðum skólans, róg um kennarana og
félaga sína og um ýmislegt varðandi þá sjálfa, sem njósnar-
starfsemin hafði leitt í Ijós.
Nemendurnir voru steini lostnir og i lok fimmta dagsins var
samþykkt í einu hljóði að taka lýðræði upp að nýju.