Úrval - 01.06.1942, Qupperneq 98
96
ÚRVAL
ert að gert vegna ofríkis
þeirra.
í þann tíð var það tízka, að
hirðkonur hefðu á heimilum sín-
um litla negradrengi, sem þær
dekruðu mjög við og klæddu í
dýrindis föt, alsett gulli og
skrauti. Það var ein mesta
skemmtun riddarasveinanna að
hafa þessa drengi á brott, hirð-
konunum til mesta hugarang-
urs og skapraunar, en til
óblandinnar gleði eiginmanna
þeirra.
fbúar Versailles-borgar, sem
flestir voru mangarar, hermenn
og hestasveinar, lifðu nær ein-
vörðungu á viðskiptum við hall-
argesti. Alls staðar voru her-
mannaskálar og hesthús. XJr-
gangi og óhreinindum var mok-
að á götur út, en þar urðu flestir
mangaranna að reka verzlun
sína, því að langfæstir höfðu
þeir efni á að greiða hina
geysiháu húsaleigu, sem krafist
var.
Innan um allt þetta skraut og
óþverra höfðust við betlarar og
flækingar, sem stálu öllu steini
léttara, í skióli þess, að í borg-
inni var engin lögregla. Þar
voru einnig veðlánarar, skækjur
og æfintýramenn, sem höfðu
lífsviðurværi sitt af hallargest-
um.
Lúðvík lét byggja geysimikla
gosbrunna í Versailles, og kost-
uðu þeir óhemju fé. Vegna hinn-
ar gegndarlausu vatnseyðslu,
sem af þessu leiddi, var vatns-
ekla mikil í nærsveitum, bæði til
drykkjar og áveitu, og urðu
íbúar Parísarborgar að svala
sárum þorsta í mórauðu vatni
Signu-fljóts. Illur kurr var í
mönnum, enda létu þeir sér fátt
um finnast lystisemdirnar við
hirðina. Konungur var í sífelld-
um fjárhagsvandræðum, og
gekk æ’ erfiðar að afla nauð-
synlegs fjár. Hann afréð því
að draga saman seglin, svo að
lítið bæri á. Hann lét þau boð
út ganga, að hann myndi fram-
vegis skoða brunnana á ákveðn-
um tímum dags. Opnað var fyrir
vatnið, þegar konungs var von,
en lokað fyrir aftur óðar er
hann var farinn. Lúðvík var
vitrari en svo, að hann stæði
ekki við þessa áætlun sína. En
ekkert fékk þaggað niður
óánægju fólksins, og hinn falski
ljómi, sem stafaði frá „Sólkon-
ungnum“ þvarr óðum, þó að
hrunið kæmi ekki fyrr en löngu
eftir dauða hans.