Úrval - 01.06.1942, Síða 99
Lissabon — eini hlntlausi tengi-
liðurinn milli stríðsaðilanna.
Lissabon.
Samþjöppuð grein úr „The American Mercury"
eftir S. L. Solon.
1-1 in sorglegu örlög Evrópu
* hafa átt sinn þátt í að
skapa Lissabon. Flugvellir borg-
arinnar eru yfirfullir, aragrúi
skipa notar hina hlutlausu höfn
og tugir þúsunda erlendra ferða-
manna fylla sali spilavítanna.
Hún er síðasti tengiliðurinn á
milli styrjaldaraðila og eina
borgin í Evrópu, þar sem flug-
vélar Breta, Þjóðverja, ítala,
Bandaríkjanna og Spánar setj-
ast hlið við hlið á sama flug-
vellinum. Flugmennirnir drekka
við sama barinn og farþegarnir
búa á sömu gistihúsunum. Það
ríkir full kurteisi í samskiptum
þessara manna, en engin hlýja.
Brezki flugmaðurinn, sem mætt
hefir sveit þýzkra orustuflug-
véla yfir Ermarsundi og þýzki
flugmaðurinn, sem daginn áður
var áhorfandi að loftárás á
Berlín, gleyma ekki styrjöld-
inni, þótt þeir komi í hlutlaust
land. En hlutleysi Portúgal er
jafn þýðingarmikið fyrir Breta
og Þjóðverja og það er vitan-
lega meginástæðan til að styrj-
öldin hefir ekki teygt hramma
sína fram í þetta sólríka for-
dyri Evrópu.
Þetta er stjóminni í Portúgal
vel Ijóst. Við það miðar hún all-
ar gerðir sínar, og bregður kík-
inum fyrir blinda augað, þegar
það hentar henni bezt. Blöðin
eru háð strangri ritskoðun. Á
eftir þýzkri hernaðartilkynn-
ingu koma alltaf enskar stríðs-
fréttir. Á eftir lýsingu á nátt-
úrufegurð Rínarhéraðanna kem-
ur sveitalýsing frá Englandi. Sú
saga gengur, að á hverju kvöldi
telji verzlunarmálaráðherrann
allar sardínur, sem flytja eigi
út og skipti þeim hnífjafnt á
milli Englands og Þýzkalands.
Sem viðauka mætti geta þess, að
mestur hluti sardínanna fer nú
beint til Þýzkalands.
Lífið í Lissabon endurspeglar
þessa stefnu stjórnarinnar.
•Skækjulifnaður og hvers konar