Úrval - 01.06.1942, Síða 110
108
ÚRVAL
efnis, að þýzk flugfélög í Bras-
ilíu og Argentínu drægju saman
seglin.
Serrondo, mjög áhrifamiklum
þingmanni í Argentínu, var boð-
ið til Þýzkalands til þess að
kynnast af eigin reynd auðæf-
um þýzku þjóðarinnar og vel-
vilja hennar í garð Argentínu.
Kaupsýslumönnum og iðjuhöld-
um voru sýndar hinar risavöxnu
verksmiðjur Rínarlandanna, og
leitast var við að sannfæra þá
um nauðsyn þess, að brjóta á
bak aftur vald Englands og
Bandaríkjanna.
Kunnugir menn ætla, að fé-
lögin í Suður-Ameríku séu bet-
ur skipulögð en félög þau, sem
störfuðu í Noregi, Prakklandi
og á Balkanskaga, og áttu
drjúgan þátt í falli þessara
landa.
Hugmynd Haushofers, með
þessari starfsemi í Suður-Ame-
ríku, er sú, þegar Þjóðverjum
hefir auðnazt að leggja undir
sig alla Norður-Afríku og olíu-
lindirnar við austanvert Mið-
jarðarhaf, að nota Dakar á
vesturströnd Afríku sem stökk-
pall fyrir innrás í S.-Ameríku.
Þá á þessi starfsemi að hafa
grafið svo undan einingu og við-
námsþrótti lýðveldanna þar, að
engin hætta sé á, að innrásin
mistakist.
Það er hlutverk Bandaríkj-
anna að sjá við þessu og vinna
á móti því. Það væri því glap-
ræði, að verja ekki nokkrum
milljónum dollara af þeim billj-
ónum, sem til hernaðarþarfa
fara, til þess að koma sér vel
fyrir á þeim orustuvelli, sem
Bandaríkin hljóta fyrr eða síð-
ar að berjast á fyrir lífi sínu
og frelsi.
Nútímabaniið.
Lítil telpa spyr móður sína, hver hafi skapað sig. „Guð skapaði
þig-,“ sagði móðirin.
„Og skapaði guð þig líka, mamma?" — „Já, væna mín.“
„Og ömmu líka?“ „Já.“ „Og lang-ömmu líka?“ „Já, væna mín.“
„Ætlarðu að telja mér trú um það, mamma, að ekkert ástalíf
hafi átt sér stað innan fjölskyldunnar í meira en 200 ár?“