Úrval - 01.06.1942, Page 112
ÖRLAGASTUND ENGLANDS
P lugvélin, sem ég fór í frá
* Lissabon til Englands sum-
arið 1940, lenti á grænum engj-
um innan um dulmálaðar flug-
vélar og marglit rósabeð. Menn-
irnir í kringum okkur voru flug-
menn, allir í hinum blágráa ein-
kennisbúningi brezka flughers-
ins, og mig furðaði á því, hvað
þeir voru allir rólegir, nærri því
kærulausir. Þjóðverjar voru
búnir að leggja undir sig strönd
Frakklands og innrás í England
vofði yfir. Einhvern veginn
hafði ég búizt við að hitta alla
fyrir í æstu og órólegu skapi.
En þarna voru vélamenn í mak-
indum að gera við vélar sínar,
flugmennirnir rápuðu kæruleys-
islega út og inn um flugvéla-
skýlin og einn þeirra var að hlúa
að rósunum. „Hvílíkt starf á
stríðstímum!“ hugsaði ég. Og
þegar einn flugmannanna bar
kurteislega fyrir okkur te á
bakka, hugsaði ég: „Guð minn
góður! Þessir menn hljóta að
bíða ósigur!“
Um kvöldið kom ég á hótel
mitt í London — Waldorfhótel-
ið — og miðaldra herbergis-
stúlka með skozkan málhreim
kom inn og dró þung glugga-
tjöld fyrir gluggann. Hún spurði
mig, hvort ég hefði fengið gas-
grímu.
„Nei, ekki ennþá,“ sagði ég.
„Dyravörðurinn færir yður
þá grímu, sem þér getið notað,
þangað til þér fáið eigin gas-
grímu frá stjórninni — það fá
þær allir ókeypis.“
Svo fór hún og skildi mig
einan eftir í loftlausu herberg-
inu. Svört gluggatjöldin hvíldu
eins og farg á mér. Ég hafði
aldrei gert mér ljóst, hvaða
þýðingu ljós og loft hefði innan
fjögra veggja.
Eg flýtti mér að þvo mér og
fór niður í borðsalinn í kjallar-
anum — upp frá þeirri stundu
og þar til ég fór aftur frá Eng-
landi, neytti ég allra minna mál-
tíða í kjöllurum. Þegar ég var
búinn að borða, fór ég fram og
leit út í myrkrið — hið geig-
vænlega hyldýpi myrkvunarinn-
ar. Það var hræðileg sjón —
eins og dauöinn sjálfur. Það