Úrval - 01.06.1942, Side 114
112
ÚRVAL
1 Hyde Park héldu sykurkassa-
prédikarar áfram reiðilestri sín-
um yfir stjórn og kirkju. Ég
hlustaði á þá dag einn síðdegis.
Það voru jafnaðarmenn, komm-
unistar, guðleysingjar með sín-
ar venjulegu sykurkassaprédik-
anir. Þar var líka þjónustu-
stúlka, sem lýsti því, hvernig
væri að vinna hjá enskum hefð-
arfrúm, og bannmaður, sem
kenningu sinni trúr, hélt því
fram, að áfengið ætti sök á öllu
því böli, sem mannkynið ætti nú
við að búa.
Ég fór til Plymouth og heim-
sótti þar Astor lávarð og konu
hans, Lady Astor, á heimili
þeirra, sem stóð á háum höfða
fram við sjó. Mountbatten-flug-
völlurinn var á aðra hlið, en
hafnarkvíar flotans á hina, og
þau höfðu þegar orðið fyrir
nokkrum loftárásum. ,,Við erum
á hættusvæðinu,“ sagði yfir-
þjónninn við mig.
Astor-hjónin hafa, eins og
flestir Englendingar, vaxið við
stríðið, orðið látlausari og betri
manneskjur. Astor lávarður er
sem stendur borgarstjóri í Ply-
mouth, og þau hafa ekki flúið
af hólmi. „Við eigum fjóra syni
i hernum,“ sagði Lady Astor,
s,og stundum er ég að velta því
fyrir mér, hvert okkar muni
fara fyrst.“
Um kvöldið, þegar við vorum
að borða, barst talið að falli
Parísar og hvernig örvæntingin
hefði gripið um sig í Englandi
fyrstu klukkutímana á eftir. En
svo var eins og menn fengju
nýjan þrótt. Þau sögðu mér, að
þeim hefði nú loksins fundizt
þau vita, hvar þau væru stödd.
Það var enginn bandamaður
eftir, enginn, sem gat hjálpað
þeim. Einhverra orsaka vegna
hafði þessi vitund fært Bretum
nýjan kjark.
Talið barst að Dunkirk.
„Drottinn lægði vind og sjó,“
sagði Lady Astor með alvöru-
þrunginni sannfæringu. ,,Það
var kraftaverk.“
Sumarið var dásamlegt í Eng-
landi þessa júlídaga og nætUr.
Þetta var bezta sumar, sem
komið hafði í Englandi í 30 ár,
og dag eftir dag og nótt eftir
nótt bjuggust menn við innrás.
Með vaxandi tungli óx kvíðinn
og eftirvæntingin.
En á meðan unnu menn allt
hvað aftók. Gaddavírsgirðing-
arnar urðu æ lengri, heræfing-
arnar héldu áfram í görðurn og
á húsþökum Lundúnaborgar,
þjónninn gekk í brunaliðssveit-