Úrval - 01.06.1942, Síða 116
114
ÚRVAL
suðurströndinni, að því er virt-
ist af handa hófi. En engin
sprengja hafði enn fallið á
London.
Skömmtun var tekin upp á
tei. Fjármálaráðherrann lagði
fram stríðsfjárlögin.
Teskömmtunin kom eins og
reiðarslag. Maud kom inn í her-
bergið til mín morguninn, sem
tilkynningin birtist í blöðunum.
Henni var mikið niðri fyrir.
„Guð minn góður, þetta er svo
lítið,“ sagði hún. ,,Tvær únsur
á viku. Það eru fjórir bollar á
dag, og ég er vön að drekka
sex.“ En eins og venjulega var
Maud fljót að sætta sig við hin-
ar nýju kringumstæður. ,,Ég
læt blöðin vera í pottinum og
trekki á þeim aftur.“
Það hefði mátt ætla, að fjár-
lögin hefðu ekki verið minna
reiðarslag en teskömmtunin, en
svo var þó ekki. Það voru hæstu
fjárlög í sögu Bretlands, og
skattarnir voru gífurlegir, en
þau vöktu aðeins stundar um-
tal. Peningar voru farnir að
missa gildi sitt í Englandi. Menn
töluðu meira um getu brezka
heimsveldisins til að vinna og
framleiða, en getu þess til að
gjalda í pundum og skildingum.
Eftir að leiftursóknin var komin
í algleyming, varð mér dag einn
allt í einu Ijóst, að engum datt
í hug að meta til f jár skemmd-
irnar, sem urðu í London. Bret-
ar virtust, að minnsta kosti um
stundarsakir, hafa gleymt hinni
ríku eignartilfinningu sinni. Það
var frelsið, sem var öllu öðru
dýrmætara.
Ásamt níu öðrum amerískum
blaðamönnum var mér boðið í
heimsókn til brezkrar sprengju-
flugvéladeildar. Það var kyrr-
látur staður. Flugmennirnir,
sem fljúga áttu til Þýzkalands
næstu nótt, komu snemma inn,
og héldu hópinn. Þeir fóru inn
í innri endann í salnum og sátu
þar saman við borð. Þeir voru
alvörugefnir og það var auðséð,
að þeir vildu helzt vera einir.
Þeir voru búnir að fá fyrirskip-
anir um, hvert þeir ættu að fara
og á hvað þeir ættu að skjóta.
Þeir höfðu rætt um veðurhorf-
urnar yfir Rínarhéruðunum við
yfirforingja sinn, sem þeir köll-
uðu ,,föður“. Þeir borðuðu lítið
og voru þögulir. Svo fóru þeir
út til að klæða sig í flugbúning-
inn.
Þegar við höfðum lokið við að
borða, fórum við út að flugskýl-
unum. Brottfarartími flugdeild-
arinnar nálgaðist, og flugmenn-