Úrval - 01.06.1942, Síða 118
116
ÚRVAL
væri í París .... Lundúnabúar
fóru á þessa leiksýningu kvöld
eftir kvöld — og grétu. — Það
voru íbúar borgarinnar, sem
hafði búizt til að deyja.
I ágúst hófst orustan.
Það var í ágúst, sem Þjóð-
verjar gerðu hinar stórkostlegu
dagárásir á England í þeim til-
gangi að brjóta á bak aftur í
einu vetfangi varnir landsins.
Loftorusturnar yfir Dover-
ströndum voru þær ægilegustu
sem nokkru sinni höfðu verið
háðar. Allir amerísku blaða-
mennirnir fóru frá London til
Dover, því að mönnum var Ijós.t,
að þar var barizt um örlög Eng-
lands.
Flestir okkar lögðu leið sína
upp á Shakespeareshöfða, sem
var eina mílu fyrir vestan Dov-
er. Þaðan var ágætt að fylgjast
með loftárásunum. Veðrið var
dásamlegt þennan ágústdag.
Máfarnir flögruðu í hópum og
hvít fiðrildi voru á sífelldu
sveimi. Ribsberin voru að ná
fullum þroska í görðunum með
fram veginum, sem lá upp á
höfðann, og hveitið á ökrunum
var senn reiðubúið til uppskeru.
Veðrið var svo kyrrt, að það
mátti heyra suðið í býflugunum.
Allt í einu kváðu loftvarna-
flauturnar við og við heyrðum
drunurnar í þýzku flugvélunum
og þytinn í ensku orustuflugvél-
unum, sem fóru til orustu við
þær. Þýzku flugvélarnar flugu
mjög hátt, svo að þær voru
huldar sjónum okkar í hitamóð-
unni. Þegar þær virtust vera
beint yfir höfðum okkar heyrð-
um við tikk-tikkið í vélbyssun-
um og þungar drunur í flugvéla-
fallbyssu. Við heyrðum, þegar
vélarnar steyptu sér — heyrð-
um vaxandi þytinn verða að
ógurlegum drunum. Orustan
barst til og frá, ýmist nær eða
fjær — en við lágum í skurði
og hlustuðum.
Orustan stóð í tvær stundir.
Þá kom merkið um, að hættan
væri liðin hjá, og aftur varð
allt hljótt nema býflugurnar og
máfarnir — og sólin skein í
heiði.
Við vorum snemma komnir
upp á höfðann daginn eftir, og
brátt heyrðum við hóp af þýzk-
um flugvélum nálgast í mikilli
hæð. Allt í einu hófu loftvarna-
byssurnar upp raust sína, svo
að himinn og jörð léku á reiði-
skjálfi. Og svo hófst orustan.
Vígvöllurinn var 300 ferkíló-
metra að stærð og 8 kílómetra
uppi yfir höfðum okkar. Við sá-