Úrval - 01.06.1942, Qupperneq 120
118
tJRVAL
versku styrjaldarinnar. Helen
Kirkpatrick og Virginia Cowles,
tveir amerískir kvenfréttaritar-
ar, voru þar einnig og Ed Mur-
row og stundum H. R. Knick-
erborcker og Vincent Sheean.
Sagan var í hæsta máta per-
sónuleg í augum Sheeans, og
hann var beizkari og bölsýnni
en flestir okkar — hann hafði
séð meira, og því fleiru að
gleyma. Ástandið í heiminum lá
eins og farg á honum. Einn
morgun, þegar orustan stóð
sem hæst, sáum við eina af
skyttunum skjóta á flugvél með
rifli. Þá sagði Sheean með
beizkju. „Alltaf frá því að ég
■fyrst man eftir mér hafa sam-
herjar mínir verið að skjóta á
flugvélar með riflum.“
Við kunnum prýðilega við
okkur í Dover. Gestgjafinn, sem
við bjuggum hjá, virtist alger-
lega ósnortinn af því, sem fram
fór í kringum hann. Ég sá hann
sitja við að leggja saman tölur,
þegar allt virtist vera af göfl-
unum að ganga — skothríðin
og sprengingarnar svo ógurleg-
ar, að jörðin skalf og rúðurnar
glömruðu í hverjum glugga.
Dag eftir dag komu flugvélarn-
ar stundvíslega — klukkan 7,30,
9,30, 15,30 og 19,30. Oftast fóru
ensku flugvélarnar til orustu
við þær út yfir Ermarsund, en
þegar á leið mánuðinn, lögðu
þær ekki til orustu fyrr en óvin-
irnir voru komnir að úthverf-
um Lundúnaborgar, þar sem
Englendingar höfðu safnað or-
ustuflugvélum sínum til varnar.
Stundum sáum við þrjár þýzk-
ar flugvélar skotnar niður fyrir
eina brezka, stundum fimm
þýzkar fyrir eina brezka og
stundum tvær þýzkar fyrir eina
brezka. Og við fórum að trúa
brezku hernaðartilkynningun-
um. Þýzku flugvélarnar voru
tíu sinnum fleiri en þær brezku,
og stundum jafnvel tuttugu
sinnum, en brezku flugmennirn-
ir létu ekki sitt eftir liggja.
Stundum fóru þeir sex eða sjö
sinnum til orustu sama daginn.
Þeir höfðu litla hvíldognaum-
ast nokkra frístund. Stöku sinn-
um komu örfáir þeirra á Grand-
hótel á kvöldin. Þeir voru alvar-
legir og stilltir og voru sér þess
fyllilega meðvitandi, að barizt
var um örlög Englands. Þeir
sögðu, að sér væri sama, þó að
vinir þeirra væru skotnir niður
á meðan þeir sjálfir héldu áfram
að fljúga. En það væri erfitt
fyrir þá að fara í leyfi um
stundarsakir og koma svo aftur.