Úrval - 01.06.1942, Qupperneq 122
120
ÚRVAL
höfðu birgt sig upp af benzíni.
Þegar nóttin datt á, blasti við
okkur sú ægilegasta sjón, sem
við höfðum nokkurn tíma séð.
Það olli okkur nærri því líkam-
legs sársauka að sjá eldtung-
urnar, sem teygðu sig fjallhátt
upp í himininn og lýstu upp allt
vesturloftið. London var að
brenna —• London, sem hafði
verið þúsund ár í smíðum. Kol-
dimm reykjarský huldu norður-
himininn frá borginni allt út að
Norðursjónum. Þessi nótt var
eins og opinberun Jóhannesar.
Aftur og aftur komu þýzku
flugvélarnar, tvær og þrjár í
einu. Þegar á leið nóttina tók
að hvessa og kólna og við
breiddum heyið ofan á okkur til
að hlýja okkur. Að lokum ókum
við til gistihúss í Gravesend og
sváfum þar í öllum fötunum á
meðan skothríðin dundi, flug-
vélarnar æddu um loftið og
sprengjurnar féllu í grend við
okkur á báðum bökkum Thems-
ár. —
Um morguninn ókum við aft-
ur til London, þar sem eldarnir
geisuðu ennþá — 12 olíugeym-
ar ensk-ameríska olíufélagsins
stóðu í björtu báli. Við sáum
hrundar verksmiðjur, brennandi
skipakvíar og sprengjugígi.
Sums staðar stóðu lögregluþjón-
ar á verði um tímasprengjur,
sem sprungið gátu á hverri
stundu. Og mitt í allri þessari
eyðileggingu í East End, fá-
tækrahverfi borgarinnar, stóðu
menn og konur á götunum með
aleigu sína í fanginu og biðu
eftir því að vera flutt í burtu.
Orustan um London var byrj-
uð, og á þessum fyrsta sunnu-
degi hennar fannst okkur öllum
sem hrun siðmenningarinnar
væri óumflýjanlegt.
Undir eins og skyggja tók
komu flugvélarnar, hver hópur-
inn á fætur öðrum með stuttu
millibili, allt til morguns. Ég
ákvað að hætta á að sofa í rúmi
mínu á Waldorfhótelinu. En
eins og aðrir borgarbúar taldi
ég aðeins tímana þar til dagur
rann. Uppi yfir okkur voru sí-
felldar flugvéladrunur, ýmist
vaxandi eða lækkandi. Stundum
lék húsið á reiðiskjálfi, stund-
um flýði ég inn í baðherbergið
(af því að það var lítið, fannst
mér það vera öruggara), lagð-
ist þar endilangur á gólfið, tróð
fingrunum upp í eyrun og gapti
til þess að varna því að tenn-
urnar í mér brotnuðu, þegar
sprengjurnar sprungu. Nú í
fyrsta skipti heyrði ég röð af