Úrval - 01.06.1942, Síða 124
122
ÚRVAL
Inu kjarkur. Mönnum fannst
einhvern veginn, að þeir gætu
afborið allt á meðan bjart var.
Mitt í stritinu gáfu menn sér
tíma til að segja sögur — sögur
sem næstu vikurnar og mánuð-
ina áttu eftir að klingja í eyr-
um manns aftur og aftur.
Það vakti almennan hlátur í
London, þegar það fréttist, að
sprengja, sem féll á náttúru-
gripasafnið, hefði eyðilagt eina
af risaeðlunum frá miðöld, og
allir vonuðu, að Þjóðverjar ættu
■eftir að hitta Alberts minnis-
merkið.
Upp frá þessum degi vissu
menn, að lífið var algerlega til-
viljunum háð. Heppnin var að
vísu með flestum, en menn losn-
uðu aldrei við þá tilfinningu, að
dauðinn væri á næstu grösum.
Mánudagsnóttin var önnur
skelfingarnóttin til; og þriðju-
dagurinn var einn af stórkost-
legustu dögum í sögu Englands,
því að á þeim degi varð 6 millj.
Lundúnabúa allt í einu ljóst, að
mannlegt þrek gat afborið allt,
ef svo varð að vera. Hvin-
sprengjum, tundursprengjum og
eldsprengjum hafði rignt yfir
borgina látlaust í þrjár nætur,
og á þriðjudagsmorgun var
mönnum ljóst, að mánudags-
nóttin hafði ekki verið eins
óbærileg og sunnudagsnóttin, og
að sunnudagsnóttin hafði ekki
verið eins óbærileg og laugar-
dagsnóttin. Menn höfðu lært að
skilja eðli skelfingarinnar. —
Lundúnabúar vissu nú, að þeir
myndu aldrei láta bugast.
Allan þriðjudaginn héldu
menn áfram að grafa, hreinsa
og gera við. Ennþá stóðu menn
með höfuðið upp úr. Þannig leið
vikan — dagarnir og næturnar,
og í lok hennar skipaði forsæt-
isráðherrann svo fyrir, að loft-
varnabyssur skyldu fluttar alls
staðar að til London. Þegar
dimmt var orðið hófst ógurleg
skothríð úr byssum, sem stóð jd;-
ir í marga klukkutíma. Sagt var,
að skotið hefði verið kúlum fyrir
þrettán milljónir króna þessa
einu nótt. Það var unaðslegt
hljóð — það blés mönnum nýj-
um kjarki í brjóst.
Engin borg í heiminum hafði
lifað aðra eins viku og London
lifði vikuna 7. til 14. september.
1 lok vikunnar stóð þó mestur
hluti borgarinnar uppi, — leift-
urstríðið hafði ekki verið eins
slæmt og menn höfðu búizt við.
Ljósin loguðu ennþá, menn
höfðu vatn til að drekka og
baða sig úr, maturinn var nægi-