Úrval - 01.06.1942, Síða 125
ÖRLAGASTUND ENGLANDS
123
legur, garðarnir stóðu í fullum
blóma og hljómsveit Grenadier
herdeildarinnar lék á Trafalgar
Square.
Alls staðar voru sprengju-
gígir og hrunin hús, en borgin
hafði fundið sjálfa sig á þess-
ari stund hættunnar, lífið hafði
fengið nýtt gildi, menningin var
í veði. Þegar menn komu út á
morgnana, fannst þeim eins og
þeir hefðu átt persónulegan þátt
í björgun heimsins.
London var nú borg í umsát-
ursástandi. Menn fóru til vinnu
sinnar á þann hátt, sem bezt
lét í hvert skipti, stundum gang-
andi, stundum á reiðhjólum eða
með strætisvögnum. I öllum
búðargluggum mátti sjá aug-
lýst: ,,Opið eins og venjulega."
Öllum var ljóst, að verksmiðj-
urnar urðu að starfa áfram, að
búðirnar og veitingahúsin, sem
birgðu verkamennina upp af
mat yrðu að vera opin — hið
algera stríð var hafið og hver
einasti borgari hafði þar sitt
hlutverk að vinna. Stúlkan, sem
stóð á bak við búðarborðið,
fann, að hlutverk hennar var
landinu eins þýðingarmikið og
hlutverk fallbyssuskyttunnar í
Hyde Park — hún vann í
fremstu víglínu alveg eins og
hann. Menn voru rólegir og ein-
beittir. Þeir fundu að varnir
borgarinnar hvíldu á herðum
þeirra.
Árásirnar héldu áfram nótt
eftir nótt, og stundum á daginn
líka. Lífið varð fábreytt og ein-
falt. Menn fóru í rúmið undir
eins og dimmt var orðið og á
fætur, þegar hættan var liðin
hjá um sólarupprás. Ég sá
mannþröng á götunum klukkan
fimm á morgnana — menn voru
að koma úr loftvarnaskýlunum,
á leið til vinnu. London var orð-
in árrisulasta borg í heimi.
Stundum ákvað ég að kjósa
frekar svefninn en öryggi loft-
varnabirgjanna og neðanjarðar-
brautarpallanna og lagði mig til
svefns í hótelherbergi mínu.
Þar lá ég í rúmi mínu og hlust-
aði á þýzku flugvélarnar sveima
í 30.000 feta hæð uppi yfir mér.
Þar sat flugmaður og hélt hend-
inni um straumrofa. Ef hann
rauf strauminn á réttu augna-
bliki, þá losnaði sprengja úr
tengslum og mér var dauðinn
vís, ef ekki, þá fékk ég að lifa
áfram. Ef mikið var um spreng-
ingar í nágrenninu, fór ég niður
í skýlið í kjallaranum, ekki að-
eins til að leita mér öryggis,
heldur einnig til að leita hug-