Úrval - 01.06.1942, Page 128
126
ÚRVAL
jörðunni og þeir báru það eins
og hetjur.
Það var kominn desember og
dagarnir urðu styttri og loft-
árásirnar lengri. Veðrið var
þokufullt, grátt og kuldalegt.
Ekkert hlé varð á árásunum.
Hin ótrúlegustu atvik komu
fyrir þessa gráfölu daga og
niðdimmu nætur miðsvetrarins.
Kona var að þvo hár sitt upp
úr ,,henna“ kvöld eitt, þegar
sprengja féll á hús hennar. Það
var ekki fyrr en löngu seinna,
að henni varð litið í spegil, og þá
var hárið orðið eldrautt. Kaptein
Lyttleton, formaður f járveit-
inganefndar lýsti því yfir, að
lífstykki væri munaðarvara og
skipaði svo fyrir, að framleiðsla
þeirra yrði mjög takmörkuð.
Mótmæli bárust frá konum
hvaðanæfa úr landinu — þær
sögðust ekki geta unnið án þess
að ganga í lífstykki sér til
stuðnings. Silkisokkar voru
settir á bannlistann, varalitur
og kinnroði varð æ sjaldséðari
og koníak var orðinn fágætur
drykkur. Þegar Diana Cooper
heyrði um sigur Englendinga í
Libyu, hélt hún hann hátíðlegan
með því að kaupa sér hatt — og
var það fyrsti hatturinn, sem hún
hafði keypt sér síðan fyrir stríð.
Hjúkrunarkona sagði einu sinni
við mig í loftvarnarbyrgi á með-
an árás stóð sem hæst: ,,Ef við
vinnum þetta stríð ein og hjálp-
arlaust, mun ekkert í heiminum
geta staðizt okkur.“ Og hún hló.
Um þessar mundir hófust
árásirnar á Birmingham, Man-
chester, Sheffield, Southamp-
ton, Bristol og Cardiff, og
London fékk hvíld öðru hvoru.
Lundúnabúar voru áhyggjufull-
ir út af örlögum þessara borga..
,,Ég vildi heldur, að þeir héldu
áfram árásum á okkur,“ sagði
Frank, þjónninn á Savoyhótel-
inu. ,,Við vitum, hvernig við eig-
um að haga okkur — ég vil
heldur heyra sprengjurnar falla
á London, en lifa í óvissunni um
örlög þeirra.“ Þegar ég kom til
annarra borga í Englandi, var
ég alltaf spurður: „Eru árásirn-
ar á London verri en árásirnar
hérna?“ Og mér lærðist brátt
að varast að láta það uppi við
nokkurn Englending, að árás-
irnar á aðrar borgir væru harð-
ari en þær, sem hans borg hefði
orðið að þola.
London hafði gefið fordæmið,
og allar hinar borgirnar voru
einhuga um að taka hverju, sem
að höndum bæri, með sama hug-
rekkinu og London.