Úrval - 01.06.1942, Side 130
128
TJRVAL
fögur orð, heldur blákaldur
veruleiki, og mönnum verður
það ljóst, að þróun mannkyns-
ins hefir aðeins fengizt með
þrotlausri baráttu. Friður, sem
ekki krefst neinna fórna, er
•einskis virði.
Á Þorláksmessu fór ég frá
Englandi. Ég hóf mig til flugs
frá sama flugvellinum og ég
hafði lent á í júní. Mér fannst
vera heil mannsæfi síðan. Eftir
sex klukkutíma vorum við
komnir til Portúgal — frjálsir
aftur. Á aðfangadagskvöld
drukkum við eplavín við barinn
í Avenida Palace og hlustuðum
á erkibiskupinn af York í út-
varp: „Þegar vér lítum yfir
sögu mannkynsins, staðnæm-
umst vér ekki við tíma friðsam-
legrar velmegunar. Gleðistundir
forfeðra vorra hafa ekkert gildi
fyrir oss, en þjáningar þeirra
og sálarþrek það, sem þeim var
gefið til að bera þær, er hinn
dýrmæti f jársjóður kynslóðanna
og hvöt þeirra til dáða. Að taka
á sig þjáningar, andlegar og
líkamlegar, fyrir göfugt og há-
leitt málefni, eða af ást til
mannanna, er í göfugmannlegu
tilliti hvers konar ytri þægind-
um æðra.“
Hér í Lissabon vorum við
komnir út fyrir vettvang styrj-
aldarinnar — í land friðarins.
Við höfðum nægilega birtu,
smjör og sykur. Og okkur varð
ljóst, hve slíkir smámunir höfðu
litla þýðingu. Á meðan við bið-
um eftir skipsferðinni til Ame-
ríku, reikuðu hugsanir okkar
aftur til landsins, sem var að
berjast í myrkrinu — til þeirr-
ar kynslóðar Bretlands, sem
hafði öðlazt sinn lærdóm í þján-
ingunum. Af samvistum mínum
við hana hafði ég líka öðlazt
minn lærdóm. I regindjúpi
myrkvunarinnar í London hafði
ég séð stjörnurnar.
URVAL tímaritsgreina í samþjöppuðu formi.
Ritstjóri Gísli Ölafsson, afgreiðsla Kirkjustræti 4, Pósthólf 365. —
Þeir, sem vilja gerast áskrifendur, eru beðnir að snúa sér til afgreiðsl-
unnar. Ætlast er til að hvert hefti verði greitt við móttöku. Á hinn
bóginn fylgja áskriftinni engar skuldbindingar um að kaupa tímaritið
fyrir fram ákveðinn tíma, en með því að gerast áskrifandi tryggið þér
yður að fá tímaritið sent til yðar undir eins og það kemur út. Upplagið
verður takmarkað og aðeins lítið sent til bóksala. Öruggasta leiðin
til að tryggja sér ÚRVAL er þvi að gerast áskrifandi.