Úrval - 01.12.1942, Page 3
TlMARITSGREINA I SAMÞJOPPUÐU FORMI
1. ÁRGANGUR •:> REYKJAVlK <:• OKT.-DES. 1942
Voldugt tónverk verður
til í umsátursborg.
Leiftur-hljómdrápan frá Leningrad.
Grein úr „Magazine Digest“.
T-JLJÓMARNIR streymdu lát-
^ * laust áfram í þróttmiklum
og hetjulegum stefjum, háðir
stöðugri tónmögnun ákafrar
ástríðu. Maður heyrir þungt
fótatak harðskeytts óvinar end-
uróma í hamslausum trumbu-
slætti; og tryllingsleg óp deyj-
andi hermanna kveða við í þess-
ari stórkostlegu sálumessu
hinna föllnu. Þarnæst breyttist
hraði tónverksins. í því birtist
gróandi lífsins, dásemdir nátt-
úrunnar, súgmiklir kaflar, og
loks sigurstefið sjálft, sem í há-
tíðleik dynur í flokki málmblást-
urshljóðfæranna.
Þegar síðasti fagnaðarhljóm-
urinn dó út, gullu við geigvæn-
legar samfagnaðardrunur úr
hópi hinna amerísku tilheyr-
enda. Þeir glöddust af fyrsta
flutningi (á vesturhveli jarðar)
hinnar fyrstu hljómdrápu, sem
nokkru sinni hefir verið samin
í leifturstríðshernaði: Sjöunda
hljómdrápan eftir Shostako-
vitch, leiftur-hljómdrápan frá
Leningrad, sem skrifuð var
meðan borgin stóð undir stöð-
ugri sprengjuhríð frá stórskota-
liði og flugher. Tónverkið, sem
ort er af 36 ára rússneskum
höfundi og flutt í fyrsta skipti
í New York undir stjórn Arturo
Toscanini, mætti máske nefna
hljómdrápu vorra tíma. Tón-
smíðin var flutt til vesturálfu í
litlum pjáturkassa, sem hafði
að geyma smækkaðar myndir af