Úrval - 01.12.1942, Side 19
FÆÐAST ALLIR MENN JAFNIR ?
17
Erfðaberi fær ekki notið sín,
nema honum fylgi aðrir góðir
erfðaberar. Og þegar hið
gáfaða barn elzt upp og getur
af sér afkvæmi, er það enn
undir hælinn lagt, hver árang-
urinn verður, og það jafnvel
þótt maki þess sé einnig góðum
gáfum gæddur.
Sú skoðun er útbreidd en
jafnframt alröng, að hæfileika
gæti því aðeins hjá börnum, að
foreldrarnir hafi búið yfir sömu
hæfileikum.
Gáfuð hjón geta ekki af sér
börn með ákveðnum hæfileikum,
heldur eru börn þeirra aðeins ör-
fá dæmi af þeim ótölulega f jölda
barna, sem þau hefðu getað
eignast, og sem innbyrðis hefðu
verið næsta ólík. Eitt hefði ver-
ið gáfað, annað heimskt o. s. frv.
Ula eða miður gefin hjón geta
einnig átt mjög sundurleitan
hóp barna. Munurinn er þessi:
1. Bezta erfðaberasamsetning-
in hjá vel gefnum hjónum er
betri en bezta samsetningin
hjá illa gefnum.
2. Versta samsetningin hjá illa
gefnum hjónum er verri en
sú versta hjá vel gefnum
hjónum.
3. Meðalgóð erfðasamsetning
hjá illa gefnum hjónum er
verri en meðalgóð samsetn-
ing hjá vel gefnum hjónum.
Ef fjöldi vel gefinna hjóna
væri jafnmikill fjölda þeirra,
sem miður eru gefin, myndi láta
nærri, að skoðun sú, sem að of-
an getur, væri rétt. En því fer
f jarri að svo sé. Miðlungsmenn-
irnir eru ávallt í margföldum
meirihluta, og raunar einnig í
samanburði við þá, sem heimsk-
ir verða að teljast. Af þessu
leiðir, að meiri líkur eru fyrir
því, að afburðamenn fæðist af
foreldrum, sem miðlungsgáfum
eru gædd en þeim, sem gáfuð
eru. Og víst er, að meirihluti vel
gefinna barna er getinn af for-
eldrum, sem lítt hafa sér til
frægðar unnið vegna gáfna.
Gáfuð börn úr lægri stéttum
fá oft ekki notið sín. Staf-
ar það af því, að vegna fjár-
hagslegra örðugleika ná þau
sjaldnast að koma ár sinni vel
fyrir borð. Miklir hæfileikar
fara þar oft forgörðum.
Allt mannkynið er af sama
bergi brotið, þar sem karl og
kona af mismunandi kynflokk-
um geta aukið kyn sitt saman.
Það hefir engin vísindaleg sönn-
un fengizt fyrir því, að einn
kynflokkur sé öðrum meiri að
gáfum eða hæfileikum.
3