Úrval - 01.12.1942, Qupperneq 24
Djengis Khan — Mongólahöfðinginn,
sem skapaði stœrsta ríki veraldarinnar.
Djengis Khan — drottnari heimsins.
Grein úr „The American Legion“
eftir Edwin Muller.
Ó AÐ FRÁSAGNIR af öll-
um orustum veraldarinnar,
öðrum en þeim, sem Djengis
khan háði, væru afmáðar af
bókfelli sögunnar, ætti her-
maðurinn samt þá námu, sem
hann gæti unnið nóg úr, til að
öðlast þá kunnáttu, sem nauð-
synleg er til þess að móta her.“
Það var MacArthur hershöfð-
ingi, sem sagði þessi orð.
Hermaðurinn, segir MacArth-
ur til skýringar, getur ekki lært
verk sitt eingöngu af æfing-
unni. Enda þótt vopnin breytist
oft, verður hann samt að leita
til fortíðarinnar, til þess að öðl-
ast þekkingu á þeim undirstöðu-
reglum hernaðarlistarinnar, sem
aldrei breytast. Hvergi er hægt
að kynnast þessum grundvallar-
reglum betur en með því að
kynna sér feril hins mikla keis-
ara Mongóla, er var uppi fyrir
700 árum.
Djengis khan vann með vopn-
um stærsta ríki, sem um get-
ur í sögu veraldarinnar. Það
náði alla leið frá Kyrrahafs-
strönd vestur í Mið-Evrópu og
tók því yfir mestan hluta
þess heims, er þá var kunnur,
og hann réð yfir helmingi allra
manna, sem vitað var að
byggðu þann þeim. Höfuðborg
hans, Karakorum, er var í miðri
Mongólíu, varð aðalborg hins
austurlenzka veldis, er virtist
ætla að gleypa kristnina og þá
er á hana trúðu.
Napoleon beið að lokum ósig-
ur fyrir fjandmönnum sínum,
en Djengis khan beið aldrei
lægra hlut í neinni mikilvægri
orustu. Hann lézt í hárri elli,
er hann var á hátindi frægðar
sinnar og veldi hans var enn að
aukast jafnt og þétt. Alexander
og Cæsar gátu þakkað fyrir-
rennurum sínum að miklu
leyti veldi sitt, því að þeir
höfðu stofnað rómversku legi-
onina og makedónisku breið-
fylkinguna. Það var hinn mon-