Úrval - 01.12.1942, Side 38
36
tJRVAL
þrumulostnir. Þeir íhaldssamari
töldu hana fjarstæðu, en aðrir
þóttust hafa himininn höndum
tekið.
Ef það var rétt, að uppruna-
lega .landið hefði skipzt, þá
mátti búast við því, að þeir tveir
hlutar, sem fjarlægðust hvor
annan, væri að ýmsu leyti líkir
innbyrðis og ekki einungis að
ytra útliti. Það eru þeir. Ef gert
er ráð fyrir hinum mikla mis-
gangi jarðlaga, sem átt getur
sér stað við slíkar breytingar,
og þeim jarðsvæðum, sem hafa
alveg horfið, þá er augljóst að
mjög mikill ,,svipur“ er með
báðum heimsálfum, eða öllu
heldur þeim hlutum þeirra, sem
eiga saman.
Alleghany-fjöllin, sem ná alla
leið sunnan úr Bandaríkjunum
norður til Nova Scotia og Ný-
fundnalands, gætu vel verið
framhald af Hercynia-fjöllun-
um, sem eru í Bretlandi og Bre-
tagne. Þessir tveir fjallgarðar
eru jafn gamlir, úr sömu berg-
tegundum og eins samsettir. f
báðum eru víðáttumikil kolalög.
Gömlu fjöllin í Skotlandi eru
eins og gömlu fjöllin á Labra-
dor. Ýmsar einkennilegar jarð-
myndanir í Suður-Afríku eiga
sínar hliðstæður í Argentínu.
En það, sem styður mest
kenningu Wegeners, er að hún
skýrir eitt einkennilegasta fyrir-
brigði jarðsögunnar — hina
næsturn því óslitnu röð af ung-
um, tindóttum og síbreytilegum
fjöllum umhverfis Kyrrahafið.
Ef álfurnar hafa fjarlægzt hvor
aðra og Atlantshafið myndast á
milli þeirra, þá hljóta þær og að
hafa nálgazt hinum megin. Þær
urðu að gera það, af því að þær
færðust til á yfirborði hnattar-
ins. Þær færðust í áttina til
Kyrrahafsins og um leið og þær
hreyfðust, komu fellingar á þá
hliðina, sem á undan fór, eins
og þegar ís hrúgast upp við
stafn skips, sem ryður sér braut
gegnum íshröngl. Þannig urðu
Klettafjöllin og Andesfjöllin til,
og sömuleiðis hin minni en líku
fjöll í Japan, Austur-Indíum og
Nýja Sjálandi.
Maður rekur líka fljótt aug-
un í það, hversu lítið er um f jöll
á ströndum Atlantshafsins.
Einu fjöllin, sem eru þar niður
við sjó og hafa samsvarandi
fjöll beggja vegna, eru tiltölu-
lega gamlir fjallgarðar, sem
liggja frá austri til vesturs og
virðast hafa brotnað í tvennt.
Það er líka mjög eðlilegt. Þegar
skip ryður sér braut um ís-