Úrval - 01.12.1942, Side 38

Úrval - 01.12.1942, Side 38
36 tJRVAL þrumulostnir. Þeir íhaldssamari töldu hana fjarstæðu, en aðrir þóttust hafa himininn höndum tekið. Ef það var rétt, að uppruna- lega .landið hefði skipzt, þá mátti búast við því, að þeir tveir hlutar, sem fjarlægðust hvor annan, væri að ýmsu leyti líkir innbyrðis og ekki einungis að ytra útliti. Það eru þeir. Ef gert er ráð fyrir hinum mikla mis- gangi jarðlaga, sem átt getur sér stað við slíkar breytingar, og þeim jarðsvæðum, sem hafa alveg horfið, þá er augljóst að mjög mikill ,,svipur“ er með báðum heimsálfum, eða öllu heldur þeim hlutum þeirra, sem eiga saman. Alleghany-fjöllin, sem ná alla leið sunnan úr Bandaríkjunum norður til Nova Scotia og Ný- fundnalands, gætu vel verið framhald af Hercynia-fjöllun- um, sem eru í Bretlandi og Bre- tagne. Þessir tveir fjallgarðar eru jafn gamlir, úr sömu berg- tegundum og eins samsettir. f báðum eru víðáttumikil kolalög. Gömlu fjöllin í Skotlandi eru eins og gömlu fjöllin á Labra- dor. Ýmsar einkennilegar jarð- myndanir í Suður-Afríku eiga sínar hliðstæður í Argentínu. En það, sem styður mest kenningu Wegeners, er að hún skýrir eitt einkennilegasta fyrir- brigði jarðsögunnar — hina næsturn því óslitnu röð af ung- um, tindóttum og síbreytilegum fjöllum umhverfis Kyrrahafið. Ef álfurnar hafa fjarlægzt hvor aðra og Atlantshafið myndast á milli þeirra, þá hljóta þær og að hafa nálgazt hinum megin. Þær urðu að gera það, af því að þær færðust til á yfirborði hnattar- ins. Þær færðust í áttina til Kyrrahafsins og um leið og þær hreyfðust, komu fellingar á þá hliðina, sem á undan fór, eins og þegar ís hrúgast upp við stafn skips, sem ryður sér braut gegnum íshröngl. Þannig urðu Klettafjöllin og Andesfjöllin til, og sömuleiðis hin minni en líku fjöll í Japan, Austur-Indíum og Nýja Sjálandi. Maður rekur líka fljótt aug- un í það, hversu lítið er um f jöll á ströndum Atlantshafsins. Einu fjöllin, sem eru þar niður við sjó og hafa samsvarandi fjöll beggja vegna, eru tiltölu- lega gamlir fjallgarðar, sem liggja frá austri til vesturs og virðast hafa brotnað í tvennt. Það er líka mjög eðlilegt. Þegar skip ryður sér braut um ís-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.