Úrval - 01.12.1942, Side 45
ÁBYRGÐ KONUNNAR 1 KYNFERÐISMÁLUM
43
skóla, segir í ágætri bók,
,,Hjónaband þitt“, að aukinn
skilningur b e g g j a hjónanna
á samræmi í kynferðislífinu
mundi fækka hjónaskilnuðum
og treysta hjónabandið.
Ótrúmennska og skilnaður
eru ekki þær einu refsingar, sem
eiginkonan hlýtur fyrir aðgerða-
leysi sitt í samförunum. Ef hún
að staðaldri ber sig klaufalega
til í ástaratlotum sínum, getur
svo farið, að hún verði þess
áskynja síðar, að hún sé bund-
in kynferðislega getulitlum
maka.
Þegar karlmanninum af ein-
skæru getuleysi ekki tekst að
fullnægja konu sinni, er orsök-
in venjulega sálarlegs eðlis.
Sama má segja um konu, sem
eftir eins árs hjónaband með
kynferðislega sterkum manni,
ekki hefir lærst að njóta sam-
faranna. Sálfræðingurinn Henry
Thornton og kona hans, Freda,
fullyrða í hinni berorðu bók
sinni „Hamingjan í kynferðis-
lífi hjónabandsins", að bæði hjá
konum og körlum séu orsakir
kynferðislegs kulda oftast sál-
rænar og í öllum tilfellum, þegar
um kynferðislega óbeit er að
ræða. Alvarlegar taugaveikl-
anir eiga stundum rætur sín-
ar að rekja til bernskuástar
sjúklingsins á einhverjum ætt-
ingja — ofurástar, sem ekki
umbreyttist eðlilega með þroska
og árum, eða til taugaáfalls í
bernsku, sektartilfinninga eða
annarra sálarlegra áverka, sem
djúpt hafa rist. En jafnt hjá
báðum kynjum er kynferðisleg
óhæfni tíðum eiginmanninum að
kenna.
Dr. William Stekel, kunnur
sálkönnuður og höfundur lækn-
isfræðilegra ritgerða um nátt-
úruleysi karls og konu, segir í
því sambandi, að getuleysi karl-
mannsins til samfara sé andleg
veiklun. Ennfremur segir hann,
að mörg konan telji eðlisdeyfð
sína til komna fyrir getuleysi
eiginmannsins, þar sem raun-
verulega hið gagnstæða hafi átt
sér stað, sem sé að ódugnaður
hans hafi til orðið fyrir kulda
frá hennar hálfu.
Dr. Stekel telur vanmátt kon-
unnar til að njóta til fulls un-
aðar kynferðislífsins vott þess,
að eitthvað sé bogið við sálar-
líf hennar. Þegar um er að ræða
ófullnægjandi samfarir í byrjun
hjúskapar, er stundum blygð-
unarsemi og lítt viðeigandi hæ-
versku um að kenna. Stúlkur
geta átt bágt með að varpa
o*