Úrval - 01.12.1942, Side 48
Grein þessi varpar skemmtilegu ljósi
á hið duiarfulla starf undirvitundarinnar.
Ráðgáta ímyndunaraflsins.
Grein úr „Harper’s Magazine"
eftir Djarmuid Kussell.
\ 7EGNA þekkingar minnar á
* alls konar handritum — ég
starfa við útgáfufyrirtæki —
hefi ég oft látið mér detta í hug,
að það væri auðvelt fyrir mig
að semja skáldsögu, ef ég tæki
mig til. Fyrir nokkrum mánuð-
um ákvað ég loks, að nú skyldi
verða af þessu.
Það var ekki erfitt að finna
söguefni. Þetta átti að verða
gamansaga um ameríska verzl-
unarhætti. Sviðið var sveita-
verzlun, sem hafði meðal ann-
ars á boðstólum Ijómandi falleg-
an kæliskáp; verð 139 dollarar
og 50 cent. Bóndi nokkur kem-
ur inn í búðina og kaupir eitt-
hvað; því næst bendir hann á
kæliskápinn og segir: „Konuna
mína myndi langa til að eignast
svona hlut.“ En þar sem bónd-
inn hefir aðeins 50 dollara hand-
bæra, spyr hann kaupmanninn,
hvað hann vilji fá í skiptum
fyrir skápinn.
Kaupmaðurinn segir, að hann
hafi verið um nokkurt skeið að
reyna að fá keyptan bát, en
hann sé of dýr — kosti 200
dollara. Hann bætir því við í
gamni, að hann sé fús til að
láta kæliskápinn fyrir bátinn.
Upp frá þessu átti sagan að
snúast um hin skoplegustu vöru-
skipti, þannig að báturinn feng-
ist að síðustu fyrir 50 dollara
og kæliskápurinn fyrir bátinn.
Vandamálið var nú að skapa
þessi skoplegu vöruskipti.
I nokkra daga hugsaði ég lít-
ið um þetta og bjóst við, að hug-
myndirnar kæmu af sjálfu sér.
En ekkert skeði, og ég fór því
að velta þessu fyrir mér, er ég
var á heimleið á kvöldin. Eg fór
að hugsa málið, þegar ég var
háttaður, og nótt eftir nótt
starði ég út í myrkrið og reyndi
að einbeita viljakrafti mínum til
þess að örfa ímyndunaraflið.
Mér tókst aldrei að leysa
vandamálið — þetta með kæli-
skápinn. En eftir að ég hafði