Úrval - 01.12.1942, Page 49
RÁÐGATA IMYNDUNARAFLSINS
47
i/erið að basla við það í mánuð,
dreymdi mig eitt sinn draum.
Ég sá lágvaxinn mann, klædd-
an gráum fötum. Eg vissí, hver
hann var. Hann var lögfræðing-
ur frá New York, en bjó í Con-
necticut. Þennan dag var hann
einmitt á heimleið úr ferðalagi,
og hafði hringt til konu sinnar
og sagt, að hann kæmi með
hinni venjulegu lest.
Mér var kunnugt um allt
þetta á einhvern dularfullan
hátt. Sýnin sjálf var í því fólg-
in, að bifreið renndi að járn-
brautarstöðinni. Lögfræðingur-
inn var seinn; hann hljóp eftir
brautarpaliinum og stökk upp í
lestina, þegar hún var að þok-
ast af stað.
Lestarvörður kom, leit á far-
miðann og sagði:
,,Herra minn, þér eruð ekki
með réttri lest.“
„Hver fjárinn,“ sagði lög-
fræðingurinn, „hvert fer þessi
lest?“
„Við staðnæmumst ekki fyrr
en í Poughkeepsie“. Lögfræð-
ingurinn lét fallast aftur á bak
I sætið og fór að hugsa um kon-
una sína, sem beið hans og von-
aðist eftir honum með einni
lestinni eftir aðra. Þá vék sessu-
nautur hans sér að honum og
mælti: „Ég veit, að þetta er
ákaflega leiðinlegt, ég hefi lent
í því sjálfur, og mér reyndist
það svo óþægilegur atburður, að
ég vildi stinga upp á, að þér
dvelduð hjá mér yfir nóttina x
Poughkeepsie. Þér gætuð hringt
til konu yðar af stöðinni og sagt
henni, hvar þér eruð.“
Lögfræðingurinn tók boðinu,
og er þeir komu til Poughkeep-
sie, símaði hann til konu sinn-
ar. „Ef hún þyrfti að tala við
yður síðar,“ sagði förunautur-
inn, „þá er númerið hérna,“ og
hann hripaði einhverja tölu á
blað.
Lögfræðingurinn talaði við
konuna, og sagði henni, sem var.
Félagi hans fylgdi honum því
næst út að bifreið, og var ekið
nokkrar mílur, unz staðnæmst
var fyrir framan hús eitt. Mað-
urinn opnaði dyrnar og sagði:
„Eg verð að skreppa inn og
segja systur minni frá því, að
það sé kominn gestur. Þér getið
hengt frakkann yðar á snagann
við stigann."
Þegar lögfræðingurinn var að
hengja upp frakkann, rakst
hann á lítið smáborð. Hann fór
að lagfæra símaáhaldið, en sá
þá, að númerið var ekki það
sama og maðurinn hafði skrif-