Úrval - 01.12.1942, Page 53
Stundum geta meiui óskað dauða frekar en
Ufs — jafnvel ástvinum sínum.
Limlestur.
Grein úr „The Atlantic Monthly"
eftir Buth Sawyer.
r
I mjórri sjúkrastofunni liggur
* litli drengurinn minn á
sjúkrabeði. Hann kveinkar sér
kjökrandi. I 20 daga hefir hann
legið þarna kjökrandi. Það hefir
þurft ótrúlega mikið af deyfi-
lyf jum til að deyfa taugar þessa
litla líkama. Öðru hvoru má
greina orð í gegnum kjökrið.
„Mamma, ég vil fara á fætur,
mamma! “
Hann er fjögra ára. Hann
kemst aldrei á fætur framar —
aldrei sem heill, frjáls og gázka-
fullur drengur. Aldrei framar
mun hann koma á morgnana
upp í rúmið til okkar, fleygja
sér á magann ofan á okkur og
kalla: „Pabbi og mamma!
Hérna er ég kominn! Pabbi og
mamma, upp — upp — upp!“
Stundum togar hann með
hendinni, sem heil er, í brjóstið
á sér og segir: „Taktu þetta,
mamma, það er svo þungt,
gerðu það, mamma mín.“ Hann
er í gibsstokk neðan frá lend-
um og upp að höku. Fæturnir
eru líka í gibsi og annar hand-
leggurinn. Hann er með málm-
gjörð um hálsinn, til að styðja
höfuðið. Hann er eins og lítill
fugl, vafinn í þétt stálnet. Fugl,
sem getur ekki flogið, er ekki
lengur fugl. Á sama hátt er
bernsku litla drengsins míns
lokið.
Mér hafa borizt mörg bréf,
sem áttu að vera mér huggun.
Sum þeirra hafa níst mig inn að
hjartarótum. Þau hafa sagt mér
að lofa guð fyrir það, að dreng-
urinn minn skuli þó fá að lifa.
Þeir, sem skrifað hafa þessi
bréf, ættu að heyra hann kjökra
núna.
í þessa 20 daga hafa læknarn-
ir og hjúkrunarkonurnar unnið
frábært afrek. Röntgenlæknir-
inn, skurðlæknirinn og hjúkr-
unarkonurnar tvær — öll hafa
þau beitt allri þekkingn sinni og
kunnáttu til að bæta fyrir
óhappaverk, sem unglingspilti