Úrval - 01.12.1942, Síða 57
Hvað mynduð þér helzt kjósa að sjá,
ef þér ættuð að missa sjónina. eftir þrjá daga?
Blindur fœr sýn.
Grein úr „The Atlantic Monthly“
eftir Helen Keller.
IVyí ÉR hefir oft ltomið í hug,
að það myndi verða til
blessunar hverjum manni, ef
hann missir sjón og heyrn í
nokkra daga á æskuskeiði. —
Myrkrið myndi kenna honum að
meta sjónina; af þögninni yrði
honum ljós unaður hljóðsins.
Ég hefi öðru hvoru prófað
hina sjáandi vini mína í þeim
tilgangi, að komast að raun um,
hvað þeir sjá. Nýlega spurði ég
eina vinkonu mína, sem hafði
verið á gangi úti í skógi, hvers
hún hefði orðið áskynja. „Ég
sá ekki neitt sérstakt," sagði
hún.
Hvernig gat það átt sér stað,
hugsaði ég með mér, að mann-
eskja gangi um skóg í heila
klukkustund og sjái ekkert
markvert. Ég, blindinginn, verð
vör við f jölda margt, sem vekur
athygli mína, aðeins fyrir snert-
ingu. Ég finn fíngerða samsvör-
un laufsins. Ég strýk höndunum
ástúðlega um mjúkt hýði silfur-
bjarkarinnar eða hrjúfan börk
furunnar. Á vorin þreifa ég á
trjágreinunum, í þeirri von, að
ég finni brumknapp, fyrsta ein-
kenni þess, að náttúran sé að
vakna af vetrarsvefni. Stöku
sinnum, ef heppnin er með,
snertir hönd mín viðarteinung,
er titrar af fuglasöng.
Stundum verð ég gagntekin
af þrá eftir að sjá allt þetta.
IJr því að ég verð svo hugfang-
in af snertingunni einni saman,
hversu miklu meiri fegurð
myndi ekki birtast mér, ef ég
hefði sjón. Og ég hefi gert mér
í hugarlund, hvað ég vildi helzt
sjá, ef ég fengi sjónina, segjum
í þrjá daga.
Ég myndi skipta tímabilinu í
þrjá hluta. Fyrsta daginn kysi
ég að sjá það fólk, sem með
góðvild sinni og samúð hefir
gert mér lífið þess vert að lifa
því. Ég veit ekki, hvað það er,