Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 58
56
ÚRVAL
að horfa inn í hjarta vinar síns
gegnum ,,gluggasálarinnar“ —
augun. Ég get ekki aðeins „séð“
andlitsdrætti með fingurgómun-
um. Ég skynja hlátur, hryggð
og margar aðrar augljósar til-
finningar. Ég þekki vini mína
á því að fara höndum um andlit
þeirra.
Hversu miklu auðveldara og
ánægjulegra er það fyrir yður,
sem sjáandi eruð, að geta greint
í einu vetfangi það, sem með
öðrum manni býr, með því að
athuga yfirbragð hans, vöðva-
hræringu eða hreyfingu handar.
En hefir yður nokkru sinni dott-
ið í hug, að nota sjónina til þess
að sjá hinn innra mann vinar
yðar? Fer ekki flestum svo, er
sjón hafa, að þeir líta aðeins
lauslega á andlitsfallið og láta
þar við sitja?
Getið þér, til dæmis, lýst ná-
kvæmlega svipmótum fimm
góðra vina yðar? I tilrauna-
skyni hefi ég spurt eiginmenn
um það, hvernig augun í kon-
um þeirra væru lit, og einatt
hafa þeir orðið vandræðalegir
og játað, að þeir vissu það ekki.
Ó, hve það væri margt, sem
ég myndi sjá, ef ég hefði sjón,
þótt ekki væri nema í þrjá daga!
Fyrsta daginn hefði ég mörgu
að sinna. Ég myndi kalla til mín.
alla ástvini mína og horfa lengi
í andlit þeirra, til þess að festa
í huga mér ytri einkenni þeirr-
ar fegurðar, sem býr með þeim
hið innra. Ég vildi líka láta augu
mín hvíla á ásjónu ungbarns,
svo að ég fengi litið það sak-
leysi og þá fegurð, sem mótar
svip hvers einstaklings, áður en
meðvitund hans hefir skynjað
baráttuna í lífinu. Mig myndi og
langa til að sjá bækurnar, sem
lesnar hafa verið fyrir mig. Og
ég myndi óska eftir að fá að
horfa í trygg augu hundanna.
minna.
Síðari hluta dagsins færi ég
í langa gönguför um skóginn,
og augu mín drykkju af fegurð
náttúrunnar. Og ég myndi biðja
þess, að mér auðnaðist að sjá
fagurt sólarlag. Ég held, að ég
gæti ekki sofið þessa nótt.
Næsta morgun færi ég á fæt-
ur um aftureldingu og horfði á
kraftaverkið dásamlega, þegar
nóttin breytist í dag. Ég myndi
stara með lotningu á mikilfeng-
leik þeirrar sýnar, er sólin vek-
ur jörðina af svefni.
Þessi dagur yrði heigaður
skjótri yfirsýn yfir heiminn,
fortíð og nútíð. Ég myndi vilja
fá að sjá, hvernig maðurinn