Úrval - 01.12.1942, Side 60
58
tJRVAL
götva nýja dýrð, nýjar fégurð-
aropinberanir. Þessum degi,
þeim þriðja, myndi ég eyða í
það, að kynnast heimi daglega
lífsins, meðal fólks, sem vinnur
hin ýmsu störf. Ég héldi til
borgarinnar.
Fyrst nem ég staðar á ein-
hverju fjölförnu götuhorni,
horfi á fólkið, og reyni þannig
að skilja það og líf þess. Sjái
ég bros, verð ég hamingjusöm.
Mæti ég einbeittni og ákveðni,
verð ég stolt. Ef ég sé þjáningu,
fyllist ég samúð.
Ég reika niður eftir götunni.
Ég beini ekki augunum að
neinu sérstöku, en stari á iðandi
litahafið. Ég er viss um, að ég
yrði aldrei þreytt á að horfa á
margbreytilega litadýrð kven-
búninganna. En ef til vill, ef ég
væri ekki blind, myndi ég líkj-
ast flestum öðrum konum í því,
að veita sniðinu meiri eftirtekt
en litnum.
Síðan legg ég leið mína um
borgina — um fátækrahverfi,
verksmiðjur og leikvelli barn-
anna. Ég fer í eins konar ferða-
lag til útlanda, með því að heim-
sækja þau hverfi, þar sem er-
lendir menn búa. Augu mín eru
ávallt opin fyrir öllu, svo að þau
fái skynjað bæði sælu og eymd,
og til þess að ég geti skyggnzt
djúpt og aukið skilning minn á
lífi og starfi fólks.
Þriðji dagurinn, sem ég er
sjáandi, er að enda kominn. Ef
til vill væri margt, sem ég vildi
fórna síðustu stundunum, en ég
hygg, að ég myndi aftur verja.
þessu síðasta kvöldi í leikhúsi,
til þess að horfa á einhvern
bráðskemmtilegan gamanleik.
Ég yrði þá færari um að meta
kímnina, þenna fylginaut.
mannsandans.
Um miðnætti þyrmdi hin ei-
lífa nótt yfir mig á ný. Auðvitað
hefði mér ekki unnizt tími til
að sjá allt, sem ég óskaði, á
þessum þrem stuttu dögum.
Þegar myrkrinu skefldi aftur
yfir mig, myndi mér verða ljóst,
hve margt og mikið ég ætti eftir
að sjá.
Ef til vill er þetta stutta ágrip
ekki í samræmi við áætlun þá,
er þér mynduð gera fyrir yður
sjálf, ef þér ættuð í vændum
að verða blind, áður langt liði.
En þrátt fyrir það er ég þess
fullviss, að ef yður væri búin
slík örlög, myndu þér nota aug-
un betur en ella. Allt, sem þér
sæuð, yrði yður dýrmætt. Aug-
un mjmdu skoða og umfaðma
hvað eina, sem kæmi inn á sjón--