Úrval - 01.12.1942, Page 62
Það er hægt að skemma börnin með
ótímabærum gjöfum.
Bö rnin, sem við dekrum við.
Grein úr „Your Life“
eftir Bose G. Anderson.
eir, sem vinna að fátækra-
málum og líknarstörfum,
hafa á síðari tímum gert okkur
Ijóst, hvílík ógæfa olnbogabörn-
um er búin af völdum skorts og
örbirgðar. Þó hafa náin kynni
af fjöldamörgum heimilum
Bandaríkjanna sannfært mig
um það, að vel stæðir foreldrar
valda börnum sínum allt of oft
engu minna tjóni með því að
veita þeim o f m i k i 1 forrétt-
indi. Þeir safna að þeim öllu
því, sem þeim sjálfum var
neitað um í æsku. Þeir dekra
við þau, uppfylla allar ósk-
ir þeirra og álíta, að með
þessu séu þeir að skapa þeim
betri aðstöðu í lífinu. I raun
réttri er eðlilegri bernsku
drengja og stúlkna í þúsunda-
tali spillt með þessum hætti.
Enginn neitar því, að börn
ættu að vera vel klædd og eiga
hæfilega mikið af leikföngum.
En skaðinn skeður einmitt, þeg-
ar foreldrarnir fara að s j á
f y r i r óskir barna sinna. Einn
föður þekki ég, sem gaf 10 ára
syni sínum dýrindis kvikmynda-
tökuvél, áður en barnið hafði
látið í ljós nokkra ósk um að
eignast hana, enda var það ekki
farið að bera skyn á einföldustu
atriði ljósmyndagerðar. Annar
maður gaf syni sínum rándýra
model-flugvél, er var knúin
áfram með hreyfli. Þegar hún
var látin fljúga í fyrsta sinn,
hlekktist henni á og varð ónýt.
Það hefði sannarlega verið rétt-
ara, ef drengurinn hefði fyrst
verið látinn smíða sína eigin
model-flugvél, úr efni, er kost-
aði aðeins nokkra aura.
Með slíku feikna eftirlæti sem
þessu, svipta foreldrar börn sín
dýrmætustu reynslunni í lífinu
— þránni eftir einhverju. Að-
eins með þránni fær barnið
hvatningu til þess að vinna,
áætla og spara, svo að það geti
náð takmarki sínu. Ef þessi
hvatning er numinn brott, tor-