Úrval - 01.12.1942, Síða 65
BÖRNIN, SEM VIÐ DEKRUM VIÐ
63
meiri áhuga á því, er þau að-
hafast. Börnin eru fljót að finna
muninn á gjöfum — oft lítils-
verðum, þótt dýrar séu — og
samvistum yðar og einlægri
þátttöku í leikjum þeirra og
vinnu. Fórnið yður sjálfum
börnunum til handa — það er
bezta og varanlegasta gjöfin,
sem þér getið gefið þeim.
Abraham Liucoln og málin tvö.
Er Abraham Lincoln var ungur lögfræðingur, flutti hann dag
einn tvö mál fyrir sama dómaranum. Bæði málin heyrðu undir
sömu lagagreinina, en í öðru þeirra kom hann fram fyrir hönd
sakbornings, en í hinu talaði hann máli ákæranda. Um morgun-
inn flutti hann snjalla málsvörn og vann málið. Seinni hluta
dagsins sótti hann málið, með sama ákafa, frá hinni hliðinni.
Dómarinn brosti og spurði, hvernig stæði á þessarri stefnubreyt-
ingu hans.
„Heiðraði dómari,“ sagði Lincoln, „það getur verið, að ég hafi
haft á röngu að standa i morgun, en ég veit, að ég hefi á réttu
að standa núna.“
— Nellie Revell í „Right Off the Chest".
Óþægileg spurning.
Skemmtileg og um leið nöpur gagnrýni, sem fjölskylda min
lætur mér aldrei úr minni líða, kom frá yngsta syni mínum.
Hún átti rætur að rekja til einnar þeirra mörgu spurninga, sem
börn leggja oft fyrir fullorðna.
„Hvað segir fólk, þegar það giftist, mamma," spurði hann.
Ég svaraði hikandi: „Það lofar að elska og vera gott hvort
við annað."
Eftir dálitla umhugsun sagði sonur minn: „Þú ert ekki alltaf
gift — er það, mamma?"
— Martha Lupton í „They Tell a Story".